FISK Seafood kaupir "Trillu"
á föstudaginn síðasta var ég á leið til Ísafjarðar þegar að ég fékk skilaboð
skilaboðin voru frá .....
um að Fisk seafood væri kominn í Trillugeirann. ég spurði Nú?
og ... svaraði. þeir ætla að gera út Trillu.
þar sem ég var að keyra þá get ég ekkert skoðað þetta nánar, enn hugsaði, hmm eitt af stærstu sjávarúvegsfyrirtækjum landsins að kaupa trillu.
þegar ég hugsaði um orðið trilla þá sá ég fyrir mér lítil eikarbát svona 3 til 5 tonna bát, ekta trillu.
en nei FISK var ekki að kaupa þannig trillu,
því að FISK var að kaupa útgerðarfyrirtækið Ölduós á Hornafirði,
Ölduós á bátinn Dögg SU 118,. og kaupir FISK fyrirtækið með öllum aflaheimildum sem eru um 700 tonn
verðmæti kaupanna er 1,8 milljaður króna.
Dögg SU hefur um árabil verið einn fengsælasti báturinn undir 15 tonn , og á t.d íslandsmetið í mestum afla í einni löndun, enn það er 23,4 tonn sem að báturinn hefur komið með í einni ferð.
Áhöfn Dögg SU mun ljúka þessu fiskveiðiári með áhöfn sinni áður enn afhending fer fram.
Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri FISK seafood sem er bróðir Gylfa skipstjóra segir að með þessum viðskiptum er FISK seafood að fikra sig inn í smábátaútgerð á línu og skak og ef
vel tekst til munum við halda áfram að byggja okkur upp á því sviði.
Trilla, Mynd Gísli Reynisson
Dögg SU mynd Björgvin Baldursson