Fiskanes NS 37 vertíð 1989 frá Vopnafirði
Núna árið 2021 þá eru ekki margir netabátar sem mætti kalla hinu hefbundnu vertíðarbáta
bátar sem voru af stærðini 50 til 100 tonna hvort sem þeir voru stál eða eikar bátar fengu þetta viðurnefni
að vera hinir hefbundnu vertíðarbátar. enda var útgerðarmynstur þessara báta oft á tíðum mjög svipað.
Byrjað á línu fram í febrúar, þá yfir á netin og síðan á humar eða rækju. seinna meir þá á dragnót,
Aðeins 3 bátar
núna árið 2021 má segja að aðeins þrír bátar sem myndu falla inn í þennan hefbundna vertíðarflokk hafi verið gerðir út á
vertíðinni 2021. Þeir eru Maron GK. Þorsteinn ÞH og Valþór GK, enn allir þessir bátar réru á netum ,
30 ára saga báts númer 1081
Tveir af þessum bátum eiga sér ansi langa sögu í útgerð frá Norðausturlandinu. Þorsteinn ÞH og Valþór GK.
Valþór GK var upprunalega smíðaður á Seyðisfirði árið 1969 og hét þá FAgranes ÞH 123, hann var með því nafni
fram til ársins 1982 þegar hann fékk nafnir Fiskanes NS og var þá á Vopnafirði og var með því nafni alveg til ársins 1999,
semsé báturinn 1081 var gerður út frá Norðausturhluta landsins í hátt í 30 ár.
Nokkuð merkilegt er með bátinn að hann var að langmestu leyti gerður út frá heimahöfn sinni Vopnafirði og var ekki mikið
um að báturinn færi suður á vertíð,
enda kanski þurfti þess ekki vertíðina 1989 því að veiðin hjá bátnum á heimamiðum var mjög góð í apríl og í maí,
í apríl þá landaði báturinn 144,4 tonnum í 17 róðrum
og í maí fram til 11.maí lokadags þá landaði báturinn 55,5 tonn í aðeins 6 róðrum
Bætti síðan við 30 tonnum í 3 róðrum og því var heildaraflinn hjá bátnum í maí alls 85,5 tonn í aðeins 9 róðrum sem er nú ansi gott
Hérna að neðan má sjá tölfu yfir róðranna hjá bátnum í apríl og í maí
enn samtals landaði Fiskanes NS 230 tonnum af heimamiðum á Vopnafirði þessa 2 mánuði árið 1989.
dagur | afli |
6 | 1.1 |
10 | 7.4 |
12 | 9.4 |
13 | 5.1 |
14 | 6.7 |
15 | 10.6 |
17 | 11.7 |
18 | 5.8 |
19 | 7.3 |
20 | 5.0 |
22 | 9.8 |
24 | 14.3 |
25 | 9.0 |
27 | 10.9 |
28 | 5.7 |
29 | 7.9 |
30 | 16.5 |
maí | |
2 | 11.8 |
3 | 6.5 |
5 | 7.6 |
6 | 7.0 |
8 | 14.1 |
10 | 3.6 |
11 | 4.8 |
12 | 14.3 |
13 | 5.7 |
14 | 9.8 |
Fiskanes NS mynd Hafþór Hreiðarsson