Fiskveiðiráðgjöf Hafró fiskveiðiári 2018/19

Menn bíða alltaf spenntir eftir fiskveiðiráðgjöf sem Hafrannsóknarstofnum gefur út og núna er hún komin fyrir næsta fiskveiði ár,


Ýsa
Hafró leggur til ansi mikla aukningu á veiðum á Ýsu eða aukningu uppá 40 %.  leggja til tæp 58 þúsund tonna veiði.

Þetta kemur sér vel fyrir t.d smábátanna sem hafa verið að veiða nokkuð mikið af ýsu enn þurft að leigja kvóta fyrir henni að mestu leyti,

Ufsi
sömuleiðis er mikil aukning á Ufsa um 30%.  Leggur Hafró til að kvótinn fari úr  rúmum 60 þúsund tonnum í túm 79 þúsund tonn.

Ufsinn hefur helst verið veiddur af togurunum.  ekki margir netabátar hafa reynt við ufsann, þó hefur Grímsnes GK kanski verið sá bátur sem hefur verið hvað atkvæðamestur í ufsaveiðunum ,

þær hafa gengið svona upp og niður ,  ´núna er ´Grímsnes GK á ufsaveiðum og ganga þær nokkuð vel.

Handfærabátar hafa ekki mikið reynt við ufsann,  fyrir nokkrum árum síðan þá var Ragnar Alfreðs GK að moka upp ufsanum á handfæri í kringum Eldey,  

Steinbítur
Smávegis aukning verður á steinbít.  Ráðgjöf hafró leggur til að kvótinn fari úr 8540 tonn og yfir í 9020 tonn,

Karfi
Karfinn minnkar samkvæmt ráðgjöf og er ráðlagt 43600 tonn sem er 14 % minnkun á milli ára.

Grálúða
Smávegis aukning er ráðlögð í Grálúðunni um 150 tonn, í 24150 tonn.

Langa.
Ansi mikil minnkun er ráðlögð á Löngu, fer úr 8598 tonn og niður í 6255 tonn.

Þorskur
Helsta sem menn horfa á er Þorskurinn og smávegis aukning er ráðlögð í honum eða um 4 % og er ráðlagður kvóti fer í rúm 264 þúsund tonn.

Minni svo á vertíðaruppgjörið.  8315575 eða á facebook

Ragnar Alfreðs GK mynd Gísli Reynisson