Fjóla GK fyrstur,2019
Þá er makrílinn kominn í Faxaflóann og er mikið af honum við Keflavík og þar í kring.
Og fyrsti báturinn er kominn á veiðar og er búinn að landa afla,
og er það Fjóla GK sem kom með 8,6 tonn af makríl til löndunar í Keflavík núna í gær 13.júlí,
annar bátur er komin líka á þessar veiðar og er það Sunna Rós SH
en hún hefur ekki landað neinum afla,
Undanfarin ár þá hefur Andey GK verið sá bátur sem fyrstur hefur byrjað veiðar, en Bjössi skipstjóri á Andey GK slasaðist
í fyrra og er hættur með bátinn og er Andey GK því skipstjóralaus og því ekki fyrstur bátanna til þess að hefja veiðar,
Fjóla GK mynd Emil Páll