Fjölgar línubátunum í Sandgerði,,2017
Jæja.
Nóvember var ansi fjörugur hjá línubátunum og undir restina þá jókst veiðin hjá þeim fáu bátum sem voru að róa frá Suðurnesjunum, Grindavík og Sandgerði.,
Núna í desember þá hefur þeim fjölgað bátunum og má segja að þeir séu að koma heim hægt og rólega.
Núna í Sandgerði eru bátarnir orðnir 8 alls
Andey GK,.
Birta Dís GK
Addi AFi GK
Líf GK
Daðey GK
Bergur Vigfús GK
Hulda HF var að koma
Jón Ásbjörnsson RE er þar
og á leiðinni núna þegar þetta er skrifað eru Von GK og Dóri GK.
Veiðin hjá þeim hefur verið ágæt. eða 5 til 7 tonn og uppúr í róðri, Daðey GK kom t.d með 9,5 tonn í land í einni löndun til Sandgerðis.
verður fróðlegt að sjá hvernig þessum aukna flota í Sandgerði mun ganga.
reyndar má ekki gleyma svo Mána II ÁR. Sæunni Sæmundsdóttir ÁR og Dúdda Gísla GK. enn þeir bátar þótt þeir rói frá Grindavík og Þorlákshöfn þá eru þeir oft að leggja línuna á svipuðum slóðum.
Mynd frá Sandgerðishöfn