Fjölmiðlanefnd sagði þvert NEI!

jæja ,  ég ákvað á dögunum að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður


sækja um fjölmiðlastyrk til einkarekinna fjölmiðla, til fjölmiðlanefndar.

 Aflafrettir
ég stofnaði síðuna Aflafrettir.is í nóvember árið 2007 og er því síðan orðin 17 ára gömul og er elsta sjávarútvegsfrétta síða landsins.

það er nú þannig að í öllum þeim hundruða pósta, og samskipta sem ég fæ  á ári hverju, að það eru margir sem halda 

að aflafrettir.is og aflafrettir.com, séu " við", 

en nei það er nú ekki þannig,  heldur eins og ég kanski áður minnst á , þá er ég , Gísli Reynisson sá eini sem geri allt á þessari síðu. 

og hef ég sinnt síðuni um allt land og líka um alla evrópu,  þó hafa liðið stundum nokkrir 

dagar þar sem ég hefði ekki getað sinnt síðunni vegna netsambands eða langs vinnudags.

 Umsókn
svo ég ákvað að búa til fína umsókn, og fékk bókarinn minn til þess að aðstoða mig

allt fínt og flott. ársreikningur lagður fram og skattaskýrsla


svo var bara að bíða eftir niðustöðu.

jú og niðustaðan var sú, að allt var fínt og flott 

Nema einn hlutur

Aflafrettir.is er ekki skráður hjá Fjölmiðlanefnd og sögðu þeir bara þvert NEI.

bölvað.  ég sá fyrir mér að fá heilan haug af pening, en nei ekki fór sú sjóferð þannig

en ég held samt bara áfram þó ég hafi ekki fengið aura frá þessari nefnd

þið hafið kanski tekið eftir því kæru lesendur að núna í ár þá hef ég sett undir ansi margar fréttir 

og lista sem ég hef sett inn, línu um styrk, 

en það var spurt mikið um þetta, og ég er þakklátur þeim sem hafa hent aurum á mig, 

en núna er komið í tísku að fjölmiðlar eru með áskrift, til dæmis eru flestir fjölmiðlar í Noregi með 

áskrift

ég hef ekki hugsað mér að fara þá leið, allavega ekki eins og staðan er núna.

allavega áfram held ég og ef þið viljið henda á mig nokkrum milljónum hehehhe , svipað og Árvakur ehf fékk

þá er upplýsingar um það hérna að neðan

kv
Gísli R

p.s set inn mynd með svo þetta sé ekki myndalaus pistill


Birta SH með fullfermi fyrir nokkrum árum síðan á netum, Mynd Gísli Reynisson 




Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso