Fjölnir GK, Fyrrum Rifsnes SH lagt.
Þeim heldur áfram að fækka stóru línubátunum.
fyrirtækið Vísir ehf í Grindavík hefur gert út nokkra stóra línubáta undanfarin ár
núna í ár þá fór Vísir hf inn í samstæði Síldarvinnslunar hf og Bergs hugins hf.
þeir bátar sem að Vísir hf hefur gert út eru
Páll Jónsson GK
Sighvatur GK
og Fjölnir GK.
togarann Jóhönnu Gísladóttir GK
og plastbátanna Daðey GK og Sævík GK
Fjölnir GK
Núna hefur verið ákveðið að leggja Fjölni GK, en sá bátur á sér nokkuð langa og fengsæla sögu í útgerð á íslandi,
báturinn var smíðaður árið 1968, og var gerður út í Noregi undir nafninu Skolsvik T-84-N,
var seldur til Íslands árið 1971 og fór þá beint til Skagastrandar og fékk þar nafnið Örvar HU 14.
1974 var báturinn seldur til Patreksfjarðar og fékk þar nafnið ÖRvar BA 14
34 ár á Rifi
1979 var báturinn seldur til Rifs og þar átti báturinn sér mjög langa sögu
því báturinn var gerður út frá Rifi í 34 ár, undir nafninu Rifsnes SH, og undir því nafni þá var bátnum
breytt töluvert.
Vísir hf kaupir bátinn 2013, og hét báturinn fyrst Ocean Breeze GK 157,
Miklar breytingar árið 2015
Árið 2015 þá var bátum breytt mikið í Póllandi, og meðal annars lengdur um 9 metra , brúin var hækkuð og miklar breytingar á
skut bátsins. með þessum breytingum þá jókst lestarrými bátsins úr 91 tonni í 115 tonn miðað við fisk í körum,
Fjölnir GK landaði síðan í Grindavík enn útaf eldgosinu sem var rétt við Grindavík þá var báturinn færður
í Reykjavík og er Fjölnir GK þar núna, en framtíð bátsins er óviss hvort hann fái líf
til þess að veiða áfram við Ísland eða þá seldur, eða þá að brotajárnsklippurnar bíði bátsins
Minni svo á að fara og gera könnun ársins 2023 um báta og fleira sem er í gangi á AFlafrettir.is
Fjölnir GK mynd Vigfús Markússon