Fjórir fullfermistúrar hjá Bjarna Herjólfssyni ÁR ,1981
Ég er að vinna í að skrifa niður aflatölur frá árinu 1981 og ég hef birt áður smá klausu um það og skrifaði þá um trollbátinn Freyju RE. .
margir netabátar á þessum mánuði í apríl 1981 mokfiskuðu og það gerðu líka togarnir,
Bjarni Herjólfsson ÁR var einn af þremur pólsku togurunm sem komu hingað til landsins og í dag er einn af þeim ennþá gerður út og heitir hann Klakkur SK.
Bjarni Herjólfsson ÁR lagði upp fisk fyrir fiskvinnslunar á Stokkseyri og Eyrarbakka. enn vegna þess að enginn höfn var þar þá landaði togarinn annaðhvort í Þorlákshöfn eða í Hafnarfirði,
Togarinn átti mokmánuð í apríl árið 1981 og kíkjum aðeins á það.
Þetta byrjaði snemma í apríl þegar að Bjarni Herjólfsson ÁR kom með 234,5 tonn að landi og var þar uppistaðan þorskur eða um 150 tonn,
togarinn kom aftur að landi eftir um 10 daga sjóferð og var þá með annan 200 tonna túr eða 201,5 tonn.
þriðja og síðasta löndunin hjá Bjarna Herjólfssyni ÁR var ansi stór eða 250,3 tonn eftir 8 daga á veiðumn eða 31 tonn á dag.
samtals gerði því þessi mánuður fyrir Bjarna Herjólfsson ÁR 686 tonn eða 229 tonn í túr,
Það má svo halda aðeins áfram og sjá að í maí þá var líka góð veiði hjá Bjarna því að 7 maí þá kom togarinn enn og aftur með fullfermi eða 240,2 tonn,.
Togarinn kom svo með 185 tonn að landi um miðjan maí,
Bjarni Herjólfsson ÁR mynd Vigfús Markússon