Fleiri norskir línubátar. Korsnes F-39 BD og fleiri, 2018

Fyrir áramótin þá óskaði ég eftir því að fá að vita um fleiri Línubáta sem væru gerðir út  í Noregi sem væru þá að fiska í ís.    Í Noregi eru margir stórir línubátar og eiga þeir það sameiginlegt að heilfrysta fiskinn um borð og kom þá í land með nokkur hundruð tonn í einu,


á Línulistanum sem er á Aflafrettir þá hafa verið þar 3 línubátar frá Noregi.  Valdimar H.  Inger Viktoria og Delfin.   Delfin er reyndar einn af þeim bátum sem frysta aflann enn hann var að veiða í ís núna í haust,

Inger Viktoria rær með bala og er að róa með upp í 130 bala í túr,

Mér bárust nokkrar ábendingar um báta og þar á meðal einn sem vakti nokkura athygli mína

Korsnes 
Sá bátur heitir Korsnes F-39-BD og er 19,55 metra langur, og smíðaður árið 1987 úr eik.  

Smá viðtal við skipstjórann á Korsnes
Hans Martin í Noregi er skipstjóri á bátnum og sagði hann í samtali við Aflafrettir að báturinn væri nýr og hefði hefið línuróðra með línubölum í lok október.  sagði hann að þeir eru að róa með 80 til 100 bala og er hver bali um 420 krókar.

í November þá var mokveiði hjá Korsnes því að báturinn landaði um 290 tonnum í 12 rórðum 

vel gekk hjá bátnum í í desember og var t.d báturin með um 87 tonn í 4 rórðum.  

Korsnes F-39-BD mun fara á línulistann,


Korsnes  áður tangstadværing.  Mynd Svein W pettersen


Enn auk hans þá munu  Bispen F-60-G koma hann er 27 metra langur bátur

Norbanken F-2-B sem er 21,4 metra langur bátur og hét áður M-Solhaug

Skomværfisk N-53-RT sem er 23,ö8 metra langur bátur 

og Ringskjer N-203-F  sem er 19,3 metra langur bátur smíðaður úr tré árið 1978.