Fönix BA fyrstur á sjóinn árið 2018

Árið2018 komið í gang og veðurblíðan tekur á móti landsmönnum þennan nýársdag 2018.


Það eru ekki margir bátar á sjó en,  þeir eru þó nokkrir.

Enginn bátur á austurlandinu er á sjó.  Ásmundur SK frá Hofsósi er á sjó.

Auður HU frá Skagströnd og núna áðan Sæfari HU sem fór út um klukkan 1515.

Ebbi AK frá Akranesi

Birta Dís GK frá Sandgerði

Ásþór RE frá Reykjavík

og Fönix BA frá Patreksfirði.   Fönix BA var fyrsti báturinn árið 2018 til þess að fara á sjóinn enn báturinn fór á sjóinn umklukkan 0400 núna á nýársdagsnótt.

Það má geta þess að árið 2017 þá var Fönix BA líka með fyrstu bátunum til þess að fara á sjóinn, enn þá var Ebbi AK fyrstur.




Fönix BA mynd Páll Janus Traustason