Frábær lesenda hópur sem Aflafréttir eiga,2016

Þetta er kanski ekki frétt, enn mér langaði bara að koma þessu að.  


í gær þá setti ég hérna á síðuna netalistann fyrir ágúst.  eitthvað hafði ég ekki athugað hann nægilega vel, því hann var kolrangur.   vegna þess að það kom í ljós að ég hafði ruglað saman reitum á mestum afla og róðrum,

í sakleysi mínu þá byrjaði ég mína 13 daga hringferð í dag og var því ekkert að spá í þessu, nema að ég var farinn að fá skilaboð bæði í gegnum Facebook síðu aflafretta og með öðrum leiðum þar sem mér var bent á að eitthvað væri bogið við þennan furðulega lista,

það var þá bara að kíkja og jú ég tók eftir þessu þegar ég var kominn í Stykkishólm.

verð bara að segja að ég efsast um að aðrir fréttamiðlar á netinu hérna á landinu eigi jafn flottan lesenda hóp og þið kæru lesendur eruð.   þið hafið oft sýnt mér það þegar ég hef gert villur á listunum að þið skoðið listanna og ekki bara efstu bátanna, þið skoðið alla listanna,

ég veit að þetta er kanski svona grobbpistill en ég fæ svo oft að heyra það frá ykkur að Aflafrettir er eitthvað sem er orðin stór hluti af lífi allra sem vinna eða tengjast sjónum á einn eða annan hátt, og gildir þá ekki máli hvar í heiminu viðkomandi er,

því get ég sagt að Aflafrettir eiga frábæran lesenda hóp sem fylgist vel með því sem er í gangi á síðunni þó svo að ég geri mistök.  

Hafiði öll eða allir bestu þakkir fyrir  og ekki hika við að láta mig vita ef eitthvað er að.  við erum öll mannlega og gerum mistök. 

kveðja
Gísli R

p.s og núna set ég mynd bara að mér með Elísabetu sem er eldri dóttir mín, ekkert varið í að hafa þetta myndalausa pistil