Frændur vorir Færeyingar komnir á Aflafrettir,2017
Þið eruð búinn að vera ansi dugleg að fara og svara könnunni sem ég er með í gangi varðandi AFlafrettir.is
Inná þeirri könnun er dálkur þar sem þið getið skrifað inn hvað ykkur finnst vanta inná Aflafrettir.is
núna hafa hátt í 200 manns skrifað þar inn og hugmyndir eru margar . og vil ég þakka ykkur fyrir allar þær hugmyndir,
ég mun nota þetta til þess að vinna með.
Margar óskir
Ein af þeim óskum sem hefur verið skrifað og margir hafa beðið Aflafrettir.is um er að fylgjast með aflatölur í Færeyjum,
Það er búið að taka mig smá tíma að vinna í því.
og ég er nokkuð stoltur að segja frá því að frá og með 1.janúar.2018 þá munu frændur okkar færeyingar eiga sinn lista á Aflafrettir.is
nú þegar hef ég reiknað togaranna, línubátanna og uppsjávarskipin í Færeyjum fyrir árið 2017,
Smá af árinu 2016.
ég ætla að gefa ykkur smá nasasjón af því hvernig uppsjávarskipin þeirra fiskuðu árið 2016.
Það skal taka fram að þessi tala er heildartalan. ég er ekki búinn að flokka þetta eftir tegundum enn þegar að listinn kemur fyrir árið 2017 þá munu þið sjá tegundirnar,
Semsé. ÍSlands. Noregur og núna Færeyjar eru komnir á blað á AFlafrettir.is
haldið svo endilega áfram að fara inná aflafrettir.com... t.d Trawlers og klikkið þar á auglýsingar. þannig styðjið þið við bakið á AFlafrettir,
Vil ég þakka ykkur fyrir svörin,
Velkomnir Færeyingar,
Hérna er listinn yfir 10 aflahæstu uppsjávarskipin árið 2016. og til samanburðar þá má geta þess að aflahæsta skipið á íslandi þetta árið var Venus NS með um 50 þúsund tonn,
Sæti | Nafn | Afli |
1 | Christian í Grótinu OW-2454 | 63578 |
2 | Fagraberg OW-2400 | 56430 |
3 | Finnur Fríði XPXP | 52959 |
4 | Norðingur OW-2050 | 48086 |
5 | Tróndur í Götu XPXM | 47709 |
6 | Júpiter XPRG | 46500 |
7 | Næraberg | 31692 |
8 | Norðborg XPYG | 30794 |
9 | Högaberg XPQA | 29330 |
10 | Tummas T | 11226 |
Christian í Grótinu. Mynd Larry Smith