Frár VE árið 1984.

Jæja ég er kominn á fullt í að ljósmynda aflaskjöl frá árinu 1984


og þegar þetta er skrifað þá er ég búinn að ljósmynda 12500 skjöl, og af þeim er ég búinn að reikna um 500 skjöll.


ég mun birta af og til ýmislegt frá þessu árið 1984

og það fyrsta sem ég mun skrifa um eru trollveiðar á Frár VE 78 

þessi bátur stundaði trollveiðar allt árið 1984 og fiskaði nokkuð vel,

tveir mánuðir bera af og eru það mars og apríl árið 1984.

 MArs

Í mars þá landaði Frár VE 188 tonn í 8 róðrum  og mest 62,8 tonn sem fékkst eftir 3 daga á veiðum

sem er nokkuð gott eða um 20 tonn á dag

 April

Apríl mánuður var líka hörkugóður,

þá landaði Frár VE 249 tonnumí aðeins 5 róðrum eða 49,8 tonn í róðri,

enn það sem vekur mesta athygli þar er hversu stórir róðranna voru,

Fyrst kom Frár VE með 62,1 tonn í land

róður 2.  8,9 tonn

róður 3 var risastór því báturinn kom með 93,4 tonn eftir aðeins 3 daga á veiðum,  þetta gerir um 30 tonn á dag

róður 4 var líka fullfermi eða 72,6 tonn 

og síðasti róðurinn var 12 tonn.

93 tonn í bátinn er nú ansi rosalegt.  hefði nú verið gaman að sjá hvernig báturinn var með þennan mikla afla í sérFrár VE mynd Tryggvi Sigurðsson

p.s ef þið viljið styðja við bakið á mér útaf þessu grúski þá getið þið lagt inná kt:200875-3709   142-05-1712