Frétt ársins 2018 á Aflafrettir.is var....
ég birti fyrir stuttu síðan lista yfir vinsælustu fréttir ársins 2018 ár Aflafrettir.is
Enn vinsælsta og mest lesta fréttin árið 2018 kom úr dálítilli öðruvísi átt
því að frétt ársins fjallaði ekki um fiskveiðar og þessi frétt ein af örfáum sem voru skrifaðar á Aflafrettir.is sem ekki tengdust fiskveiðum,
Semsé Frétt ársins 2018 var
Yfir 2000 manns og enginn skipstjóri.
um 18 þúsund manns lásu fréttina og voru lækin um 218 og var henni deilt í 45 skipti sem var líka mesti fjöldi sem að frétt var deilt árið 2018.
og þessi þá óskar AFlafrettir.is ykkur gleðilegs nýrs árs og hérna að neðan getið þið lesið frétt ársins 2018.
OG ekki gleyma þessu.
yfir 2000 manns og enginn skipstjóri!
Austfirði með öllum sínum fjöllum og fjörðum er fallegur staður til að koma og skoða. einn af þeim stöðum sem flestir hafa viðkomu á er Djúpivogur. Útgerðarlega séð þá er Djúpivogur nokkur sérstakur miðað við aðra bæi á Austfjörðum. þar hefur t.d aðeins einn togari Sunnutindur SU verið gerður út, og hann var nú ekki beint sá stærsti. og Djúpivogur er eini bærinn á austfjörðum þar sem rækja var unnin enn rækjuveiðar voru veiddar í Berufirðinum sem er fjörðurinn sem Djúpivogur stendur við.
Yfir sumarið þá er mikil vinna í kringum ferðaþjónustu. rútur sem eru í hringferðum koma þangað á hverjum degi, og eigandi af Aflafrettir sem er líka rúturbílstjóri kemur þarna í hverri einustu hringferð sinni. Ferðamönnum finnst alltaf gaman að koma þangað. enda er mjög vinsælt að labba niður á bryggju og fylgjast með bryggjulífinu þegar að bátar eru að koma í land þar.
Papey
Eitt að því sem er í boði á Djúpavogi eru ferðir með bátnum Gísla í Papey útí eyjuna Papey sem er í um 1 klst siglingarferð frá Djúpavogi.
Papey er 2 ferkílómeter að stærð og er 58 metra há þar sem hún er hæst.
í Papey er mikið fuglalíf, lundar og selir sjást, í Papey er líka minnsta og elsta viðarkirkja landsins.
Siglingar til Papeyjar hafið verið frá Djúpavogi núna í 24 ár og hafa alltaf verið yfir sumartímann. báturinn tekur 22 farþega og með þeim er leiðsögumaður sem hefur verið vélstjóri síðustu 9 ár. Þegar í Papey er komið þá tekur leiðsögumaður við hópnum og gengum með þeim um eyjuna. allt í allt tekur ferðin 4 klukkutíma,
Stórt sumar framundan
núna í sumar þá eru um 30 skemmtiferðaskip bókuð til Djúpavogs og stór hluti af því fólki er búinn að bóka sér ferð með ferjunni útí Papey. núna þegar þetta er skrifað þá eru yfir 2000 manns búinn að bóka far í Papey og sagði Karl að aldrei áður hafi eins margar farþegar verið bókaðir útí Papey og núna sumarið 2018
Samgöngustofa hefur aftur á móti breytt reglum frá því í fyrra á þann veg að núna gengur illa að fá skipstjóra á ferjuna. eitt af því sem þeir krefjast er að skipstjórar á ferjunni fari á svokallað fjarskiptanámskeið. það námskeið er einungis kennt í tækniskólanum í Reykjavík og kostar 90.000 krónur og tekur það námskeið 5 daga.
Ferjan Gísli í Papey er um 16 tonna bátur enn vegna þess að Ísland er hluti af EES þá þarf skipstjóri að hafa 65 tonna réttindi , að 24 metrum og 750 KW vélarstærð. Vélin í Gísla í Papey er 280 KW eða um 400 hestöfl.
hluti af þessum EES reglum er að skipstjóri þarf að hafa áðurnefnt fjarskiparéttindi og líka hópbjörgunarréttindi sem er kennt í Sæbjörgu og líka á Akureyri og er mun auðveldara að fara á það námskeið.
Samgöngustofa sagði já, enn breytti því í NEI
Karl Eiríkur Guðmundsson sem á bátinn Már SU hefur rekið ferjuna Gísla í Papey öll þessi 24 ár og var hann búinn að finna skipstjóra til að vera með ferjuna í sumar. hafði hann samband við Starfsmann hjá Samgöngustofu til að láta hann kanna með hvort viðkomandi aðili sem hafði sótt um skipstjórn hefði réttindi til að vera með ferjuna í sumar. Starfsmaðurinn leit í gögnin sín og sagði að þessi aðili sem var búinn að vera með skipstjórnarréttindi í 30 ár hefði öll réttindi og það eina sem hann þyrfti að gera væri að koma með læknisvottorð. Með þessar upplýsingar í takinu þá hafði Karl samband við skipstjórann og sagði honum þetta. Sá skipstjóri hafði síðan samband við Starfsmannin og þá kom í ljós að hann hafði enginn réttindi til þess að vera með bátinn. hafði Starfsmaðurinn þá litið rangt á gögnin sín.
Samgöngustofa gaf undanþágu fyrir Sævar Þór Rafnsson sem var skipstjóri á Gísla í Papey sumarið 2017, en núna frá og með 1.janúar þá lokaði Samgöngustofa á allar undanþágur.
Eins og staðan er núna þar sem yfir 2000 manns eru bókaðir í siglingar útí Papey þá gæti svo farið að þessar ferðir myndu leggjast af ef ekki finnst eða fæst skipstjóri á Gísla í Papey. Karl hefur verið í miklum samskiptum við Samgöngustofu og þar er bara þvert nei,
Ef einhver sem les þetta og hefur þau réttindi sem til er ætlast og samgöngustofa hleypir í gegn , og hefur áhuga á vera skipstjóri á Gísla í Papey sumarið 2018 þá má hafa samband við Karl í síma 478-8119