Fréttin um Frosta ÞH var aprílgapp, og sumir létu gabbast, 2017
Í var þessi frægi dagur1.apríl og aðalfréttin eða "aðalfréttin" á Aflafrettir var þess efnis að útgerð Frosta ÞH hefði keypt Ottó N Þorláksson RE í kjölfar þess að það átti að fara að breyta útgerðarmynstri útgerðarinnar með því að sigla erlendis með aflann,
þó svo að einhvern sannleikur hafi verið í fréttinni þá var fréttin sjálf um kaupin aprílgapp.
einhverjir hlupu þó á það, því að t.d áhöfnin á Frosta ÞH vissi ekki um þetta og voru ansi miklar umræður um þetta um borð í bátnum þangað til að einn úr áhöfninni skoðaði dagatalið.
Og var nokkuð um hringingar um borð í Frosta ÞH þar sem að menn voru að óska áhöfn til hamingju. meira segja fengu þeir hamingjupóst frá Færeyjum.
Einungis þrír menn vissu að ég ætlaði að gera smá gabb frétt um Frosta ÞH og voru það Þorsteinn skipstjóri og bróðir hans Sigurgeir og Kristinn Hólm stýrimaður.
Ansi margir lásu "fréttina " því að 7100 manns lásu hana á 24 tímum og voru lækin samtals rétt um 200 talsins. ansi mörg lækanna voru með hlæjandi broskalli.
nokkur ummæli voru skrifuð og ein sem mér fannst ansi góð voru frá Elín Þorsteinsdóttir sem sagði " Jahérna hér, aflafrettir með aprílgabb".
ég sjálfur fékk nokkur viðbrögð og fannst mönnum reyndar hugmyndin góð að Frosti ÞH myndi breyta mynstri sínu og sigla með aflann.
Bestu kveðjur um borð.
Frosti ÞH Mynd Heimir Hoffritz