Fréttir ársins 2018!
Jæja árið 2018 er svo til alveg að verða búið
er búinn að vera að renna yfir allt efni sem hefur verið skrifað á Aflafrettir.is í ár
og búinn að taka saman tölur yfir þær fréttir sem mest voru lesnar
að auki við það, lækin og deilingar á fréttir,
57 fréttir
þetta er ansi mikið og má geta þess að 57 fréttir sem voru skrifaðar árið 2018
voru lesnar oftar en í 5000 skipti, eða meira enn 5000 manns lásu viðkomandi efni,
Gleðiefni fyrir mig
og það sem gleður mig í þessu sambandi er að stundum kom ég með klausur um gamlar aflatölur
og það hefur verið mjög vel lesið,
t.d þá var pistillinn um Guðbjörgu ÍS árið 1983 lesinn af um 8500 manns
og pistillinn um loðnuveiðar árið 1996 lesin af 7600 manns
Síldarvertíðin hjá Faxa GK árið 1983 var lesin af 7200 manns
þessar tölur um svona gamla pistla gleðja mig og hvetja mig til þess að skrifa svona áfram.
ENN
já það eru 7 fréttir sem voru lesnar af meira enn 9 þúsund manns hver frétt
og af því þá voru fjórar fréttir lesnar af yfir 10 þúsund manns hver frétt
ein frétt af þessum bar þó af með langmestri lesningu árið 2018.
Vinsælustu fréttir ársins 2018
Hérna að neðan þá má sjá töflu yfir mest lestu fréttir árið 2018 og já ég er búinn að taka í burtu toppsætið. frétt ársins er................. kemur í ljós
Það vekur ansi miklar athygli að fjórða mest lesna fréttinn árið 2018 var fréttin um Valdimar H í Noregi,
Og það gladdi mig líka mikið að myndasyrpa mín um Sandgerði 1.hluta er í sæti núimer 11.
af þessum pistlum mínum sem ég hef skrifað sem heitta bátur númer ..... árið 2001 þá nær pistillinn um Freyr GK í sæti númer 25
Sú frétt mest var mest lækuð á facebook var fréttin um Vigra RE sem er í sæti númer 10, en alls voru lækin á þá frétt um 950 talsins.
mest deilda fréttinn árið 2018 var frétt ársins, enn henni var deilt í 45 skipti, enn já ég mun koma með hana seinna....
Eins og sést þá er stutt á milli Björg EA og Málmey SK í númer 2 og 3 á listanum .
Og já ekki gleyma að gera þetta hérna. Allir eiga að taka þátt.
Sæti | Nafn Fréttar | lesið | Flokkur |
2 | Risamánuður hjá Björg EA | 11762 | Togarar |
3 | Ævintýraleg mokveiði hjá Málmey SK milli hátiíða | 11540 | Togarar |
4 | Gengur vel hjá Valdimar H | 10491 | Línubátur í Noregi |
5 | Endalaus Ruglingur með aflatölur á Sólbergi ÓF | 9773 | Frystitogarar |
6 | Kaldbakur EA aflahæstur síðasta fiskveiðiár | 9749 | Togarar |
7 | 5 Herskip á leiðinni til íslands | 9519 | Almenn frétt |
8 | Metróður hjá Ásdísi ÍS | 8665 | Dragnót |
9 | Þvílíkt fullfermi hjá Guðbjörgu ÍS | 8567 | Gamlar aflatölur |
10 | Vigri RE með metafla | 8547 | Frystitogarar |
11 | Sandgerði 1. hluti | 8457 | myndasyrpa |
12 | Metár hjá Stefni ÍS | 8359 | Togarar |
13 | Einn maður á Ölla á Krók GK með 35 tonna afla | 8297 | Smábátur |
14 | Metafli hjá Steinunni SF síðasta fiskveiðár | 8159 | Trollbátur |
15 | Er íslenskur þorskur við Jan Mayen | 8084 | Almenn frétt |
16 | Anna EA stærsti netabátur íslands | 7982 | Netabátur |
17 | Loðnuvertíð 1996 1,2 miljón tonn | 7693 | Gamlar aflatölur |
18 | Kolmunavertíðin hafi árið 2018 | 7397 | Almenn frétt |
19 | Faxi GK 176 tn á einum degi | 7342 | Gamlar aflatölur |
20 | Frystitogar nr 12 | 7283 | Frystitogarar |
21 | Jón Ásbjörnsson RE í mikilli mokveiði | 7249 | Línubátur |
22 | Mokveiði hjá Draupni VE | 7202 | Gamlar aflatölur |
23 | Sandfell SU með metafla á fiskveiðiárinu | 7193 | Línubátur |
24 | Togarinn Hilmir SU árið 1983 | 7053 | Gamlar aflatölur |
25 | Nr 11. Freyr GK árið 2001 | 6999 | Gamlar aflatölur |
26 | Ótrúleg vertíðarsaga um Brimnes BA árið 1967 | 6966 | Gamlar aflatölur |
27 | Stærsta löndun hjá Málmey SK frá upphafi | 6942 | Togarar |
28 | ´Ýsunetaveiðar á Eyrúnu ÁR | 6938 | Gamlar aflatölur |
29 | Einn maður á Afa ÍS og lenti í mokeiði | 6848 | Smábátur |
30 | Loðnubáturin Huginn VE í góðri trollveiði | 6792 | Gamlar aflatölur |
31 | Stór mánuður hjá Sléttanesi ÍS | 6648 | Gamlar aflatölur |
32 | Stormur HF loksins seldur | 6582 | Apríl gapp |
33 | Danski Pétur VE 187 tonn á 4 dögum | 6501 | Gamlar aflatölur |
34 | Kolmunaveiðar á Gissur Hvíta SF árið 1982 | 6371 | Gamlar aflatölur |
35 | Mokveiði á handfæri hjá Björgvin Már BA | 6295 | Gamlar aflatölur |
36 | Otur GK 5 | 6285 | Gamlar aflatölur |
37 | Góð Handfæraveiði hjá Smára BA | 6264 | Gamlar aflatölur |
38 | Síldarvertíð hjá Hring GK | 6255 | Gamlar aflatölur |
39 | Metrúr hjá Kristrúnu RE | 6238 | Netabátur |
40 | Íslandsmet hjá Kletti ÍS | 6188 | Sæbjúga |
41 | 30 tonna róður hjá Gullhólma SH | 6093 | Línubátur |
42 | Síldarbáturinn Þórarinn GK | 5909 | Gamlar aflatölur |
43 | Aflaskipið Páll Pálsson ÍS | 5904 | Gamlar aflatölur |
44 | Ævintýraleg veiði hjá Tjaldi SH | 5890 | Línubátur |
45 | Fullfermi hjá Kaldbak EA í Noregi | 5816 | Togarar |
46 | Hörður Björnsson ÞH aflamet og toppsætið | 5675 | Línubátur |
47 | Málmey SK langt yfir 1000 tonnin janúar | 5644 | Togarar |
48 | Mokveiði hjá Víkurröst VE | 5629 | Smábátur |
49 | Línuveiðar á Sigmundi ÁR | 5579 | Gamlar aflatölur |
50 | Flottasti smábátur landsins á Siglufirði | 5487 | myndir |
51 | Útgerð Grundfirðings SH hætt | 5481 | Almenn frétt |
52 | Risaróður hjá Sleipni ÁR | 5458 | Smábátur |
53 | Metmánuður hjá Gullver NS | 5443 | Togarar |
54 | Mokveiði hjá Straumnesi ÍS | 5414 | Smábátur |
55 | Víkingur AK yfir 60 þúsund tonn | 5326 | uppsjávarskip |
56 | Viðey RE rýfur 1000 tonna múrinn | 5092 | Togarar |
57 | Steinbítmok undir Látrabjargi. Kristinn SH með fullfermi | 5011 | Línubátur |
Vigri RE mynd Ársæll Baldvinsson