Freyja RE 38, vertíð 1982, hvað var mikið í bátnum á myndinni?


Í Vestmannaeyjum þá býr þar maður sem heitir Tryggvi Sigurðsson, hann hefur í gegnum áratugina verið mjög
atkvæðamikill í því að taka ljósmyndir af bátum og skipum sem til Vestmannaeyja hafa komið 
og líka taka myndir þegar hann er úti á sjónum,

í grúbbunni "Vélbátar Vestmannaeyinga í 100 ár" þar birti hann fyrir stuttu síðan ansi flotta mynd af 

trollbátnum Freyju RE 38 koma drekkhlaðinn til Vestmanneyja mest megnis með ýsu,

og þar sem ég er á kafi í aflatölur aftur í tímann þá bar svo skemmtilega uppá að ég var búinn að reikna árið sem að Tryggi tók myndina.

enn hann tók myndina 1982 og já þá var Freyja RE í ansi góðri veiði,

Höfum í huga að þarna árið 1982 þá voru trollbátarnir miklu minni enn 29 metra togararnir sem eru notaðir í dag,  bátarnir 1982 tóku allir trollið inná síðuna.

Engu að síður þá veiddi Freyja RE 38 vel, bæði þessi bátur og litli skuttogarinn , Freyja RE sem kom nokkrum árum síðar.

á vertíðinni árið 1982 þá hóf Freyja RE trollveiðar frá Vestmannaeyjum og réri frá VEstmannaeyja alveg til vertíðarloka 11.maí 1982

enn mokveiddi.

 Mokveiði í mars og apríl
í mars þá landaði Freyja RE samtals 388,3 tonnum í aðeins 9 róðrum eða 43 tonn í löndun 

og stærsta löndunin var 70,1 tonn

apríl var líka mjög stór  þá landaði Freyja RE alls 327,7 tonnum í aðeins 7 róðrum eða 47 tonn í róðri

enn stærsta löndun Freyju RE var 102,3 tonn sem er rosalegur afli,  og líklegast er myndin sem Tryggi birti einmitt af Freyju RE með 102 tonn í bátnum,

Samtals því á þessum tveimur mánuðum þá landaði FReyja RE alls 716 tonnum, sem er feikilega góður afli á trollbát eins og Freyja RE var.



Freyja RE mynd Tryggvi Sigurðsson