Freyja RE í rosalegu moki,1981
Jæja ég er byrjaður að skrifa niður aflatölur fyrir árið 1981.
og VÁ . þvílík byrjun sem ég er að sjá,
er ekki búinn að fara í gegnum margar skýrslur enn strax búinn að sjá rosalegar aflatölur að ég sjálfur varð bara orðlaus,
ætla að gefa ykkur af og til smá nasasjón af þessum aflatölum,
Fyrsti báturinn sem ætla að sýna ykkur er trollbáturinn Freyja RE 38,
Þessi bátur var meðal annars gerður út á trolli frá Vestmannaeyjum og hérna er mjög lítið brot af afla bátsins í apríl árið 1981,
Tek það fram að ég á eftir að fara í gegnum fullt af skýrslum og þá kemur betur í ljós meiri afli enn þetta sem ég sýni ykkurm,
fyrsta löndun á skýrslunni á Freyju RE var 7 apríl og hún var ekkert smá. 91,5 tonn sem er ansi rosalegur afli á bátinn,
uppistaðan í aflanum var þorskur og var hann allur um 8 kíló á meðalvigt
3 dögum síðar þá kom báturinn með 52 tonn að landi og var þá þorksur líka uppistaðan,
einungis 2 dögum síðar þá kom báturinn með 68 tonn að landi eða um 34 tonn á dag. og má nefna að 43 tonn af þeim afla var þorskur 6,4 kiló að meðaltali að vigt og fór hann allur í fyrsta flokk,
enn annar risaróður kom svo 15 apríl uppá heil 90 tonn eftir um rúmlega 2 daga á veiðum.
þar mða nefna að 45 tonn var af þorski sem var 7,4 kíló að meðaltali í vigt og fór hann allur í fyrsta flokk.
Samtals á þessum fáum dögum landaði báturinn 301 tonn í í einungis 4 löndunum eða 75 tonn í róðri. sem er alveg rosalegur afli,
Þess má geta að aflaverðmætið var 805 þúsund krónur miðað við gengi krónunnar árið 1981
því miður þá fann ég ekki hvernig á að uppreikna aflaverðmætið miðað við gengi krónurnar núna árið 2015.
Freyja RE Mynd Tryggvi Sigurðsson