Fríða Dagmar ÍS,,2017

það er mikið um að vera í Bolungarvík núna.  mokveiði hjá dragnótabátunum.  


Bolungarvík hefur undanfarin ár verið einn helsti útgerðarstaðurinn á landinu þar sem að línubátar með bala hafa verið að róa.

mér hefur reyndar gengið illa  að fá myndir af bátunum frá Bolungarvík og sérstaklega Fríðu Dagmar IS .

  

enn það reddaðist í gær þegar ég fékk sendar ansi flottar myndir sem voru teknar um borð í Guðmundi Einarssyni IS .   blankalogn og  flottar myndir.

Benedikt Jóhannsson á heiðurinn af þessum myndum og er ég mjög þakklátur honum fyrir þær.

ef það eru fleiri sem eru með myndavél á bolungarvík og eru að mynda bátanna þar þá megið þið alveg senda á gisli@aflafrettir.is  eða á fb síðu aflafretta










Myndir Benedikt Jóhannson