Frosti ÞH komin yfir 900 tonnin!. hvar endar þetta??,2017

Þessi mars mánuður er fyrsti mánuðurinn í sögu aflafretta þar sem að nýjasti listinn á síðunni Trollbátar er í gangi.  


og þvílíkt og annað eins sem er búið að vera í gangi þar.  við erum búnir að vera að fylgjast með slag á milli Vestmannaeyjar og Frosta ÞH .

Núna hafa reyndar Frosta menn sagt bless bless við hina og heldur betur stungið þá af og ekki nóg með það því að þegar þetta er skrifað þá er Frosti ÞH með meiri afla enn aflahæsti togarinn.  

aflinn núna er komin í 902 tonn í aðeins 14 rórðum eða 64,4 tonn í róðri.

Frosti ÞH hefur verið að veiðum suður út af Surtsey og hefur landað öllum afla sínum í Þorlákshöfn.  

sem dæmi um mokið þá landaði Frosti 190 tonnum í aðeins 3 róðrum og var hver túr rétt um einn dagur á veiðum.

þetta gerir yfir 60 tonn á dag.

nú þegar er aflinn hjá Frosta ÞH kominn í það að vera orðin íslandsmet í mestum afla trollbáts á einum mánuði á ÍSlandi og núna er bara spurning.  

mun Frosti ÞH ná því að fara yfir eitt þúsund tonnin í mars.  enn allt virðst stefna í það.


Frosti ÞH Með fullfermi.  Mynd Heimir Hoffritz