Frosti ÞH rauf 1000 tonnin. Íslandsmet og jafnvel heimsmet!2017



Það kemur fyrir eða hefur nokkuð oft skeð að ísfiskstogarar á íslandi landi meiri afla en 1000 tonn á mánuði.  

aftur á móti að bátar geri það er mjög sjaldgjæft.  ég er búinn að vera að grúska í aflatölum síðan 1996 og hef ekki séð bát afla yfir 1000 tonn  á mánuði, þó reyndar að Þórunn Sveinsdóttir VE mokfiskaði í netin á vertíðinni 1989.

Áhöfnin á Frosta ÞH sem er á trolli tókst hið ótrúlega því að þeir lönduðu alls 1030 tonnum í mars í 16 löndunum eða 64 tonn í löndun.

algjörg fáranlegt mok var  hjá þeim undir restina og sem dæmi má nefna að þeir lönduðu 318 tonnum í 5 löndunum og var hver túr rétt um 1 dagur á veiðum.  Síðasti túrinn var ekki nema um 23 tímar.  enn samt með um 64 tonn.

Aflinn af Frosta ÞH fór að hluta til í vinnslu hjá Íslensku sjávarfangi sem tók þorsk , ýsu og ufsa restin fór á markað.

Þessi gríðarlegi afli hjá Frosta ÞH er íslandsmet og spurning hvort þetta sé heimsmet, því að Frosti ÞH er ekki nema 29 metra langur.

Heldur betur sem að áhöfnin á Frosta ÞH tók rosalega á því í mars, og þeir á Frosta ÞH eiga alveg skilið að fá áhafnarmynd sína birta hérna á síðunni

Frá vinstri Guðmundur Guðmundsson bátsmaður Baldvin Gunnarsson Háseti Gunnar Óli Kristjánsson háseti Þorsteinn Harðarson Skipstjóri, Gunnar Gunnarsson háseti Hörður Guðmundsson netamaður, Ingþór Björnson vélavörður Kristinn Hólm Ásmundsson stýrimaður, Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri, Bessi Brynjarsson háseti Guðjón Ágúst Kristinsson netamaður og Ólafur Þorbergsson yfirbryti.

Auk þeirra þá vantar á myndina Birgir Már Birgisson hinn yfirvélstjórann Guðmund Þórðarson vélavörð Hjalta Gunnþórsson og Kristinn þór Skjaldarson, háseta.

Myndina tók Guðmundur Guðmundsson


Frosti ÞH Mynd Heimir Hoffritz