Frystitogarar árið 2017. alls 25 milljarðar verðmæti.
Það eru margir búnir að bíða eftir þessum lista
enn hérna er listi yfir frystitogaranna árið 2017
hérna til hliðar er smá frétt um Kleifaberg RE enn sá frystitogari var með mest aflaverðmætið allra skipanna árið 2017.
Brimnes RE var aftur á móti með mestan afla skipanna, enn rétt er að hafa í huga að inni´þessum afla er makríll um 5400 tonn. svo að bolfiskurinn er ekki nema 6744 tonn.
Brimnes RE heilfrystir aflann um borð
Athygli vekur að þau 3 skip sem yfir 2 milljarða ná í aflaverðmæti er öll í eigu Brims ehf,
og ennþá meiri athygli vekur afli Guðmundar í Nesi RE
hann var ekki með nema 4831 tonna afla enn samt með 2,163 milljarða í aflaverðmæti það gerir 448 krónur í meðalverð
ástæða fyrir þessum mikla aflaverðmæti skipsins þrátt fyrir ekki meiri afla er sú að Guðmundur í NEsi RE var að mestu haldið við veiðar á grálúðunni,
Heildaraflaverðmæti skipanna var alls um 25 milljarðar króna árið 2017
Ef horft er í fyrirtækin sjálf þá er þetta þannig
Brim ehf er með 8,4 milljarða. enn þeir eru með 4 togara. Brimnes RE. Guðmund í Nesi RE. Kleifaberg RE og Vigra RE
HB Grandi er með 5 milljarða. þeir eru með Höfrungur III AK. Örfirsey RE og Þerney RE sem var seld á árinu og er hætt veiðum,
Þorbjörn ehf er með 3,2 milljarða. Hrafn Sveinbjarnarson GK og Gnúpur GK
Rammi ehf er með 2,3 milljarða. nýja Sólberg ÓF og Sigurbjörgu ÓF sem var seld og er hætt veiðum,
Síðan er Síldarvinnslan með Blæng NK. Hraðfrystihúsið Gunnvör með Júlíus Geirmundsson ÍS .
Samherji er með 2 skip enn Samherji er hætt allri útgerð frystitogara. Oddeyrin EA var seld á árinu og ekki fengust upplýsingar frá Samherja um aflaverðmætið hjá henni eða þá Snæfelli EA sem að hluta til var á frystingu,
Nesfiskur er með Baldvin Njálsson GK
Fiskiðjan Skagfirðingur á Sauðárkróki og Skagaströnd er svo með Arnar HU sem var með þriðja mesta afla árið 2017
Öll verðin í tölfunni að neðan miðast við FOB verð nema hjá Sigurbjörgu ÓF og Sólbergi ÓF þau eru CIF verð.
Hjá Arnari HU þá voru 750 milljónir króna CIF verð, restin var FOB verð.
Hver er munurinn á FOB og CIF
FOB. Seljandi ber kostnað af því að koma henni til hafnar og um borð í Flutningaskip, og þar tekur kaupandi við henni og greiðir meðal annars fyrir að flytja hana með skipinu og raunar allan kostnað sem fellur til eftir að varan er kominn um borð í skip
CIF. Seljandi ber kostnað af því að koma vörunni til tiltekinnar hafnar og tryggja hana á leiðinni. . kaupandi tekur við vörunni og greiðir meðal annars innflutningsgjöld ef einhvern eru.
Sæti | Nafn | Afli | Landanir | Aflafverðmæti milljarður | Meðalverð per kíló |
1 | Brimnes RE | 12144,8 | 22 | 2,163 | 178 |
2 | Kleifaberg RE | 10845,3 | 23 | 2,361 | 218 |
4 | Arnar HU | 8450,4 | 14 | 1,665 | 197 |
3 | Vigri RE | 8291,6 | 11 | 1,672 | 202 |
5 | Gnúpur GK | 8169,3 | 18 | 1,74 | 213 |
7 | Baldvin Njálsson GK | 8125,2 | 18 | 1,649 | 203 |
6 | Höfrungur III AK | 8120,3 | 17 | 1,83 | 225 |
8 | Þerney RE | 7040,8 | 10 | 1,73 | 245 |
9 | Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 6927,6 | 14 | 1,491 | 215 |
11 | Blængur NK | 6013,2 | 17 | 1,246 | 207 |
13 | Sólberg ÓF | 5974,4 | 7 | 1,646 | 275 CIF |
10 | Örfirsey RE | 5599,6 | 11 | 1,46 | 261 |
12 | Júlíus Geirmundsson ÍS | 4888,7 | 12 | 1,322 | 271 |
14 | Guðmundur í Nesi RE | 4830,3 | 9 | 2,163 | 448 |
15 | Oddeyrin EA | 3412,7 | 4 | ||
16 | Sigurbjörg ÓF | 2457,1 | 4 | 0,654 | 266 CIF |
17 | Snæfell EA | 1906,5 | 5 |
Brimnes RE mynd Vigfús Markússon