Frystitogarar árið 2019. yfir 30 milljarða aflaverðmæti.


Þá er þessi listi loksins klár

hérna að neðan sést aflaverðmætið allra frystitogranna árið 2019 á Íslandi,

heilt yfir þá var árið 2019 mjög gott hjá frystiskipunum .  því alls 5 skip náðu yfir tíu þúsund tonn

og hefur aldrei áður gerst að svona margir togarar nái yfir tíu þúsund tonnin á einu ári

sömuleiðis þá var aflaverðmæti skipanna ansi gott

og 5 skip fóru yfir 3 milljarða í aflaverðmæti,

eins og kanski gefur að skilja þá var Sólberg ÓF með mesta aflaverðmætið enda er skipið lang fullkomnasta frystiskipið á landinu,

árið 2019 var fyrsta heila árið sem að Blængur NK gerður út og gerði hann risatúr í barnetshaf þegar skipið kom með 1469 tonn í land og yfir 

500 milljóna króna aflaverðmæti,

Kleifaberg RE stóð áfram fyrir sínu og var næst aflahæst og líka með næst mesta aflaverðmætið,

Sólberg OF var með mesta meðalverðið og þar á eftir kom Tómas Þorvaldsson GK en hann var aðeins gerður út í um 4 mánuði, enda kom skipið 

nýtt til landsins sumarið 2019. 

Guðmundur í NEsi RE var seldur og landaði aðeins tvisvar og var síðan seldur.

Júlíus Geirmundsson ÍS átti ansi gott ár en það má segja að hann sé með minnstu skipunum á þessum lista. 

ef ekki sá minnsti,


Heildaraflaverðmæti skipanna árið 2019 var 34,7 milljarðar króna.

sem er um 4 milljörðum meira enn árið 2018



Kleifaberg RE Mynd  Vigfús Markússon




Sæti Nafn Afli Aflaverðmæti Landanir Mesti afli Meðalverð Makríll
1 Sólberg ÓF 13918 5,1 milljarður 13 1904 366 kr
2 Kleifaberg RE 12632 3,75 milljarður 24 1023 297 kr
3 Vigri RE 11384 3,37 milljarður 18 1201 296 kr
4 Örfirsey RE 11245 3,59 milljarður 18 1511 319 kr
5 Arnar HU 10596 3,08 milljarður 13 1068 291 kr
6 Hrafn Sveinbjarnarson GK 9803 2,64 milljarður 19 816 269 kr 1512
7 Höfrungur III AK 9792 2,83 milljarður 17 836 289 kr
8 Baldvin Njálsson GK 8551 2,32milljarður 14 851 271 kr
9 Blængur NK 7977 2,42 milljarður 12 1469 303 kr
10 Gnúpur GK 7338 2,09 milljarður 16 746 284 kr 615
11 Júlíus Geirmundsson ÍS 7065 2,19 milljarður 16 546 310 kr
12 Tómas Þorvaldsson GK 3119 1,09 milljarður 6 619 349 kr
13 Guðmundur í Nesi RE 846 255 milljónir 2 443 301 kr