Frystitogarar árið 2022. 42 milljarða aflaverðmæti
Það eru ansi margir lesendur Aflafretta búnir að bíða eftir þessu
lokalistanum hjá frystitogurnum árið 2022.
árið 2022 var mjög gott hjá frystiskipunum og reyndar þá bættist einn nýr togari við, því að Samherji hóf aftur útgerð
á frystitogara með því að kaupa Akraberg frá Færejum og hann heitir í dag Snæfell EA
eins og sést þá voru tveir togarar sem náðu yfir 10 þúsund tonna afla
og reyndar þá var Vigri RE oft á tíðum í toppsætinu enn hann hætti síðan veiðum snemma í október og var frá veiðum
í tæpa 2 mánuði, vegna slipps og að breyta um lit á togarnum ,
Baldvin Njálsson GK
Nýjasti frystitogari landsins, Baldvin Njálsson GK átti ansi gott ár, og reyndar þá voru fyrstu þrír túrarnir hjá togaranum brösulegir
því það tók sinn tíma að láta allt virka um borð eins og það átti að gera
engu að síður þá var aflaverðmæti Baldvins Njálssonar GK 3,9 milljarðar, og gamli BAldvin Njálsson GK náði aldrei yfir 3 milljörðum í aflaverðmæti
Reyndar er rétt að hafa í huga að nýi togarinn var meira í þorskinum heldur enn sá gamli, sem var að mestu í karfa og ufsa
Sólberg ÓF
En það kemur kanski engum á óvart að Sólberg ÓF var með langmesta aflaverðmætið eða um 7 milljarðar króna
og þrír togarar voru með meira enn 500 krónur í meðalverð
og í þeim hópi var minnsti frystitogarinn, Júlíus Geirmundsson ÍS, en hann og Guðmundur í Nesi RE
voru nokkuð mikið í grálúðunni.
heildaraflaverðmæti var alls 42,2 milljarðar króna
og heildaraflinn alls 91326 tonn
og því meðalverðið 462 krónur kg
Allar aflaverðmætis tölur hérna að neðan eru að mestu í FOB, en einhverjar tölur eru blandaðar FOB og CIF
Aflaverðmæti árið 2022 | ||||
Sæti | Nafn | Milljarðar | Afli | Meðalverð |
1 | Sólberg ÓF | 7.0 | 12181.0 | 574.0 |
2 | Örfirsey RE | 4.5 | 10392.9 | 435.0 |
3 | Vigri RE | 3.7 | 9583.4 | 381.0 |
4 | Sólborg RE 27 | 3.3 | 8580.3 | 384.0 |
5 | Arnar HU | 3.2 | 8333.6 | 384.0 |
6 | Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 3.8 | 8140.3 | 466.0 |
7 | Baldvin Njálsson GK | 3.9 | 8044.1 | 484.0 |
8 | Blængur NK | 3.3 | 7471.3 | 442.0 |
9 | Guðmundur í Nesi RE | 3.5 | 5908.1 | 592.0 |
10 | Tómas Þorvaldsson GK 10 | 2.8 | 5899.4 | 469.0 |
11 | Júlíus Geirmundsson ÍS | 2.6 | 5070.3 | 507.0 |
12 | Snæfell EA 310 | 0.7 | 1721.5 | 412.0 |
Sæti | Áður | Nafn | Afli | Landanir | Mest |
1 | Sólberg ÓF | 12181.0 | 12 | 1369.2 | |
2 | Örfirsey RE | 10392.9 | 16 | 1331.1 | |
3 | Vigri RE | 9583.4 | 17 | 940.1 | |
4 | Sólborg RE 27 | 8580.3 | 12 | 1039.5 | |
5 | Arnar HU | 8333.6 | 14 | 869 | |
7 | Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 8140.3 | 14 | 719 | |
6 | Baldvin Njálsson GK | 8044.1 | 11 | 1400.1 | |
8 | Blængur NK | 7471.3 | 12 | 1183 | |
9 | Guðmundur í Nesi RE | 5908.1 | 11 | 747.8 | |
10 | Tómas Þorvaldsson GK 10 | 5899.4 | 8 | 848 | |
11 | Júlíus Geirmundsson ÍS | 5070.3 | 15 | 546 | |
12 | Snæfell EA 310 | 1721.5 | 5 | 601 |
Sólberg ÓF mynd Guðmundur St Valdimarsson