Frystitogarar árið 2024. Aflaverðmæti.43 milljarðar

Jæja loksins eru allar tölur komnar til mín um aflaverðmætið hjá frystitogurunum árið 2024


hef aldrei verið svona seinn með að birta þær, enn allt kemur þetta á endanum ,

það verða fjórir listar birtir hérna, 

Útgerðarirnar gáfu upp aflaverðmætið sitt í CIF, FOB og EXW.    Kemur kanski ekki á óvart enn Sólberg ÓF var með mesta

aflann og líka mesta aflaverðmætið árið 2024, 

og Útgerð Sólbergs ÓF gefur upp sitt aflaverðmæti í CIF 

til að fá réttan samanburð á milli frystitogaranna þá eru allar tölur uppreiknaðar í CIF.

semsé það eru fjórir listar.
Listi númer 1 er aflaverðmæti uppreikna í CIF
Listi númer 2, er afli, landanir og mest í löndun 
Listi númer 3, er meðalverð
Listi númer 4 er aflaverðmæti eins og ég fékk það frá Fyrirtækjunum 

 Aflaverðmæti
 Heildar aflaverðmæti hjá skipunum árið 2024, var alls 43 milljarðar króna (CIF) og kemur ekki á óvart að Sólberg ÓF hafi verið með mest aflaverðmæti

en Baldvin Njálsson GK er í öðru sæti með 4,2 milljarða (CIF), og vekur það nokkra athygli því að skipið var með nokkuð minni afla
enn hin skipin 

Grálúðan skipti þarna ansi miklu máli, því að Baldvin Njálsson GK og Guðmundur í NEsi RE voru ansi mikið að veiða grálúðu árið 2024


Sæti Nafn Aflaverðmæti CIF
1 Sólberg ÓF 6.60
2 Baldvin Njálsson GK 4.21
3 Guðmundur í Nesi RE 3.88
4 Blængur NK 3.75
5 Sólborg RE 27 3.73
6 Vigri RE 3.55
7 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 3.43
8 Tómas Þorvaldsson GK 10 3.29
9 Snæfell EA 310 2.84
10 Júlíus Geirmundsson ÍS 2.65
11 Arnar HU 2.37
12 Þerney RE 1 2.17
13 Örfirsey RE 0.68

 Afli, landanir og mesti afli í löndun 

 Þrjú skip veiddu yfir 10 þúsund tonna afla árið 2024, og þar á eftir voru 2 skip sem veiddu yfir 9 þúsund tonna afla

Smá breytingar urðu á skipunum því að aflaskipið Örfirsey RE hætti veiðum á árinu og Þerney RE kom inn í staðinn 

Arnar HU var frá veiðum í tæpa þrjá mánuði árið 2024 útaf því að togarinn var í slipp á Akureyri.  


Áður Nafn Afli Landanir Mest
1 Sólberg ÓF 13339.3 12 1466.7
2 Vigri RE 10810.4 17 936.3
3 Sólborg RE 27 10786.1 19 1031.3
4 Blængur NK 9157.1 12 933.8
5 Baldvin Njálsson GK 9073.4 12 1006.4
6 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 8382.9 15 748.3
7 Guðmundur í Nesi RE 7533.4 14 663.2
8 Tómas Þorvaldsson GK 10 7337.5 10 851.6
9 Þerney RE 1 6815.8 8 1282.1
10 Arnar HU 6107.1 10 731.3
11 Júlíus Geirmundsson ÍS 5591.1 12 694.1
12 Snæfell EA 310 4997.1 10 765.3
13 Örfirsey RE 1321.8 3 457.9

 Meðalverð árið 2024

 Meðalverð segir ansi mikið um hvernig veiðiskap skipanna var háttað árið 2024.

þrjú skip voru með yfir 500 krónur í meðalverð og tvö efstu skipin, Snæfell EA og Guðmundur í NEsi RE 

voru að miklu leyti að veiða grálúðu og það skýrir þetta mikla meðalverð hjá þeim. 

Sömuleiðis þá var Júlíus Geirmundsson ÍS líka í grálúðunni, og það skýrir þetta háa meðalverð hjá togarnum.

 Örfirsey RE var líka með hátt meðalverð

Þerney RE, Vigri RE og Sólborg RE sem eru neðst á þessum meðalverðs lista voru að miklu leyti að veiða ufsa og karfa




Sæti Nafn Meðalverð
1 Snæfell EA 310 567.5
2 Guðmundur í Nesi RE 515.4
3 Örfirsey RE 510.6
4 Sólberg ÓF 494.8
5 Júlíus Geirmundsson ÍS 473.3
6 Baldvin Njálsson GK 464.1
7 Tómas Þorvaldsson GK 10 448.8
8 Blængur NK 409.9
9 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 409.5
10 Arnar HU 388.2
11 Sólborg RE 27 345.3
12 Vigri RE 328.1
13 Þerney RE 1 318.3


 Aflaverðmæti frá útgerðum í Stafrófsröð

 Hérna er svo hvernig útgerðirnar skiluðu mér tölunum.  
Ef talan er sú sama hérna og í efsta listanum þá þýðir það að útgerðin gaf upp sitt aflaverðmæti
í CIF,  


Nafn Aflaverðmæti FOB-CIF-EXW
Arnar HU 2.19
Baldvin Njálsson GK 3.90
Blængur NK 3.48
Guðmundur í Nesi RE 3.60
Hrafn Sveinbjarnarsson GK 3.18
Júlíus Geirmundsson ÍS 2.46
Örfirsey RE 0.67
Snæfell EA 310 2.63
Sólberg ÓF 6.60
Sólborg RE 27 3.73
Tómas Þorvaldsson GK 10 3.05
Vigri RE 3.55
Þerney RE 1 2.17

Sólberg ÓF mynd Vigfús Markússon