Frystitogarar árið 2025.nr.2
Listi númer 2
Þrír togarar komnir með yfir 3000 tonna afla og Þerney RE og Sólborg RE báðir
farnir að veiða ansi mikið af gulllaxi
Þerney RE var með 972 tonn í 2 löndunum og þar af kom togarinn með 236 tonn
eftir aðeins 3 daga á veiðum, og það gerir um 79 tonn á dag
reyndar var uppistaðan í þeim afla gullax
Þerney RE hefur veitt 2478 tonn af Gullaxi
Sólberg ÓF kom með 1174 tonn í 1 og var með stærstu einstöku löndunina á þennan lista
Sólborg RE 1144 tonní 2
Tómas Þorvaldsson GK 868 tonní 1
Baldvin Njálsson GK 893 tonní 1'
Blængur NK kom með næst stærstu löndunina inná þenna lista, togarinn landaði 972 tonnum
og var aflinn mjög blandaður hjá Blængi, aðeins 190 tonn voru af þorski
karfi var 264 tonn og ýsa 223, tonn,
Aflaverðmætið var 425 milljónir króna og það gerir 437 kr í meðalverð á kíló

Blængur NK mynd Guðlaugur B Birgisson
Sæti | Áður | Nafn | Afli | Landanir | Mest |
1 | 1 | Þerney RE 1 | 4574.1 | 7 | 889.5 |
2 | 3 | Sólberg ÓF | 3339.3 | 3 | 1187.2 |
3 | 2 | Sólborg RE 27 | 3316.6 | 6 | 817.3 |
4 | 5 | Tómas Þorvaldsson GK 10 | 2711.7 | 3 | 936.9 |
5 | 7 | Baldvin Njálsson GK | 2478.1 | 3 | 893.1 |
6 | 10 | Blængur NK | 2189.1 | 3 | 971.2 |
7 | 4 | Vigri RE | 2174.2 | 4 | 764.8 |
8 | 8 | Guðmundur í Nesi RE | 2071.1 | 4 | 575.6 |
9 | 9 | Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 1982.1 | 4 | 679.6 |
10 | 6 | Arnar HU | 1932.3 | 4 | 671.3 |
11 | 12 | Júlíus Geirmundsson ÍS | 1625.1 | 4 | 578.2 |
12 | 11 | Snæfell EA 310 | 1573.4 | 3 | 565.5 |