Frystitogarnir árið 2020. 38 milljarðar

Jæja þá loksins er kominn lokalistinn fyrir frystitogaranna fyrir árið 2020, og líka allar  aflaverðmætistölur


fyrir frystiskipin árið 2020

3 skip veiddu yfir 10 þúsund tonnin árið 2020, og Sólberg ÓF var þar aflahæst og kemur ekki á óvart

þeim reyndar fækkaði um 2 skip árið 2020, því að Kleifaberg RE og Gnúpur GK hættu veiðum

Kleifaberg RE hætti veiðum í febrúar og Gnúpur GK hætti veiðum í lok ágúst,

 Aflaverðmætið
 
Flestar útgerðir gáfu upp aflaverðmætið í CIF,.en það voru nokkrar sem gáfu upp í FOB.

til þess að allar útgerðir og þannig að tölurnar væru þannig að þær yrði samanburðarhæfar þá

var ákveðið að reikna upp FOB yfir í CIF, og var það gert með því að bæta 20% við FOB töluna til þess að fá CIF töluna,

Sólberg ÓF var með langmesta aflaverðmætið eða 5,7 milljarðar króna, 

6 togarar voru með yfir 3 milljarða í aflaverðmæti,

og ef meðalverðið er skoðað þá sést að 5 togarar eru með yfir 400 krónur í meðalverð

Guðmundur í Nesi RE er með mesta meðalverðið eða 445 krónur og  næstur þar á eftir kemur Júlís Geirmundsson ÍS með 434 krónur

þessi togarar voru ansi mikið að veiða grálúðu og það skýrir hátt meðalverð hjá þeim báðum.  

Baldvin Njálsson GK var með minnsta meðalverðið eða 296 krónur en það á sér skýringar 

því að langmestur hluti aflans var ufsi og karfi, á meðan hin skipin voru með meiri þorsk í aflanum 


Tómas Þorvaldsson GK átti ansi gott ár því að aflaverðmætið hjá skipinu kemur honum frá 6 sætinu miðað við heildafla 

og í sæti númer 3 miðað við aflaverðmæti




Sæti Áður Nafn Afli Landanir Mest
1 1 Sólberg ÓF 14028.0 11 1908
2 3 Vigri RE 10825.0 15 1371
3 4 Höfrungur III AK 10148.0 20 855.7
4 2 Örfirsey RE 9707.0 13 1539
5 5 Arnar HU 9181.0 13 1276
6 8 Tómas Þorvaldsson GK 10 8219.0 11 948
7 7 Baldvin Njálsson GK 8019.0 13 975
8 6 Blængur NK 7847.0 11 1446
9 9 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 7260.0 14 844.5
10 10 Guðmundur í Nesi RE 6963 11 868
11 12 Júlíus Geirmundsson ÍS 5388.0 13 583
12 11 Gnúpur GK 4268.0 12 569
13 13 Kleifaberg RE 2850.0 5 695








Aflaverðmæti árið 2020



Sæti Nafn Milljarðar Afli Meðalverð

1 Sólberg ÓF 5.70 14028 406

2 Vigri RE 3.50 10825 323

3 Tómas Þorvaldsson GK 10 3.43 8219 418

4 Örfirsey RE 3.30 9707 340

5 Höfrungur III AK 3.24 10148 319

6 Guðmundur í Nesi RE 3.10 6963 445

7 Blængur NK 2.90 7847 369

8 ARnar HU 2.79 9181 303

9 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 2.69 7260 370

10 Baldvin Njálsson GK 2.37 8019 296

11 Júlíus Geirmundsson ÍS 2.34 5388 434

12 Gnúpur GK 1.84 4268 432

13 Kleifaberg RE 0.95 2850 333


Sólberg ÓF mynd Guðmundur St Valdimarsson