Frystitogarnir árið 2021. 32 milljarðar.
Hérna er lokalistinn fyrir frystitogaranna árið 2021. Veit að margir lesendur aflafretta eru búnir að bíða eftir þessum lista
því ansi mörg skilaboð hef ég fengið um hvenær hann kemur,
Breytingar á flotanum
enn hérna er hann .Tveir nýir frystitogarar bættust í hópinn árið 2021 og voru það Sólborg RE sem er gerður út af
útgerðarfélagi Reykjavíkur enn þeir gera líka út Guðmund í NEsi RE, og síðan kom nýr Baldvin Njálsson GK og sá gamli
var seldur til Rússlands,.
Höfrungur III AK var síðan seldur og fækkar því togurunum og verða því aðeins 11 á veiðum árið 2022, enn voru 12 árið 2021
Afli
alls veiddu frystitogararnir tæp 96 þúsund tonn árið 2021 og þrír náðu að veiða yfir 10 þúsund tonna aflann þar sem að Sólberg ÓF
var aflahæstur og hann var líka sá sem var með mesta aflaverðætið',
Aflaverðmæti
Heildaraflaverðmæti skipanna var 32 milljarðar króna þar sem að fimm frystitogarar náðu yfir 3 milljarða í aflaverðmæti.
Tveir frystitogarar náðu yfir 400 krónur í meðalverð og þar var Guðmundur á Nesi RE á toppnum.
Sólborg RE var lægstu með 870 milljónir króna enn hann hóf ekki veiðar fyrr enn í lok júlí árið 2021.
Tveir togarar réru ekkert um haustið.
Arnar HU var aðeins gerður fram í loka ágúst, enn fór þá til Akureyrar þar sem togarinn fór í miklar breytingar, enn mest var
að verið var að skipta um allt kælikerfi, lagnir og pressur. Hrafn SVeinbjarnarsson GK fór líka í þessar breytingar og þeim verður ekki
lokið fyrr enn núna í febrúar á þessu ári. Framkvæmdum við Arnar HU er hinsvegar lokið.
hérna að neðan eru 3 töflur. fyrsta er með afla skipanna,
tafla númer 2 sýnir aflaverðmætið
og tafla númer 3 sýnir meðalverðin hjá skipunum ,
Hérna er lokalistinn með afla Frystitogaranna árið 2021 og eins og sést þá voru 3 togarar sem yfir 10 þúsund tonnin náðu
Sæti | Áður | Nafn | Afli | Landanir | Mest |
1 | 1 | Sólberg ÓF | 13261.0 | 12 | 1765 |
2 | 2 | Vigri RE | 11189.0 | 18 | 1082 |
3 | 3 | Örfirsey RE | 10679.0 | 15 | 1589 |
4 | 5 | Tómas Þorvaldsson GK 10 | 9592.0 | 13 | 1171 |
5 | 4 | Höfrungur III AK | 8277.0 | 14 | 791 |
6 | 7 | Guðmundur í Nesi RE | 7825.0 | 16 | 701 |
7 | 6 | Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 6947.0 | 14 | 852 |
8 | 8 | Baldvin Njálsson GK | 7262.0 | 11 | 959 |
9 | 10 | Blængur NK | 6423.0 | 16 | 981 |
10 | 9 | Arnar HU | 6531.0 | 9 | 934 |
11 | 11 | Júlíus Geirmundsson ÍS | 4368.0 | 9 | 641 |
12 | 12 | Sólborg RE 27 | 3383.0 | 8 | 572 |
Hérna er svo tafla yfir aflaverðmætin hjá Frystitogarunum árið 2021 . Tölur eru í milljörðum og þarna vekur athygli
að Guðmundur í Nesi RE er með næst mest aflaverðmæti þrátt fyrir að vera í 6 sæti miðað við aflann sjálfan.
enn þarna munar miklu um að uppistaðan í afla Guðmundar í NEsi RE er grálúða
Sæti | Nafn | Verðmæti |
1 | Sólberg ÓF | 5.50 |
2 | Guðmundur í Nesi RE | 3.55 |
3 | Vigri RE | 3.53 |
4 | Örfirsey RE | 3.49 |
5 | Tómas Þorvaldsson GK 10 | 3.12 |
6 | Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 2.37 |
7 | Júlíus Geirmundsson ÍS | 2.16 |
8 | Blængur NK | 2.09 |
9 | Höfrungur III AK | 1.99 |
10 | Arnar HU | 1.94 |
11 | Baldvin Njálsson GK | 1.34 |
12 | Sólborg RE 27 | 0.87 |
Hérna er svo tafla yfir meðalverðin hjá frystitogurunum árið 2021.
Þar er Guðmundur á NEsi RE hæstur og skipar þar grálúðan ansi miklu máli. sömuleiðis þá er meðalverðið hjá
Júlíusi Geirmundssyni ÍS mjög hátt, enda er togarinn líka með nokkurt magn af grálúðu sem nær að hífa upp
aflaverðmætið hjá togaranum þrátt fyrir að togarinn sé með næst minnsta aflann af skipunum árið 2021
Sæti | Nafn | Meðalverð |
1 | Guðmundur í Nesi RE | 453 |
2 | Sólberg ÓF | 414 |
3 | Júlíus Geirmundsson ÍS | 336 |
4 | Örfirsey RE | 326 |
5 | Tómas Þorvaldsson GK 10 | 325 |
6 | Vigri RE | 315 |
7 | Baldvin Njálsson GK | 306 |
8 | Arnar HU | 297 |
9 | Blængur NK | 288 |
10 | Höfrungur III AK | 287 |
11 | Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 286 |
12 | Sólborg RE 27 | 257 |
Sólberg ÓF mynd Guðmundur St Valdimarsson