Fullfermi hjá Aksel B í Noregi..2017

Núna er hávertíð bæði á Íslandi og Noregi, og netabátar í noregi hafa fiskað ansi vel eins og sést á nýjasta listanum bátar að 15 metra í Noregi fyrir febrúar.  

Línubátarnir sem eru á þessum  lista eru flestir skipaðir íslenskum sjómönnum og eru þeir núna flestir að eltast við ýsuna,

Guðmundur Jón Hafsteinsson er skipstjóri á Aksel B í Noregi og er þetta nýr bátur,  hann átti ansi góðan mánuð í febrúar þegar að aflinn fór í um 77 tonn í 8 róðrum,

núna í mars þá hóf hann veiðar og gekk ansi vel.  kom í land með 14,8 tonn og af því þá var ýsa um 12 tonn af aflanum.  Eins og sést á neðri myndinni þá er báturinn með álkör í lestinni, en lestin samanstendur af plastkörum og álkörum til þess að nýta betur lestina. 

þessi afli fékkst á 25 þúsund króka eða 55 bala og reiknast það sem um 270 kíló á bala






Aksel B með 15 tonn,


Allt fullt.   Myndir Guðmundur Jón Hafsteinsson