Fullfermi hjá Dag ÞH.2017
Eins og greint var frá hérna á Aflafrettir.is þá kom nýr bátur til Þórshafnar núna fyrir nokkrum vikum síðan.
Síðan báturinn hóf veiðar þá hefur gengið mjög vel hjá þeim sem róa á bátnum,
og þeir náðu fullfermi núna um daginn,
um borð í Dag ÞH eru Guðmundur Jóhannsson háseti og Jóhann Ægir Halldórsson skipstjóri,
Þeir félagar á Dag ÞH komu nefnilega með 9,3 tonn í land núna um daginn og af þeim afla þá var þorskur um 8,2 tonn. í stuttu og snaggarlegu viðtali við Jóhann skipstjóra þá sagði hann að þeir hefðu verið að veiðum Langanesröstinni.
Þennan afla fengu þeir í 33 bala og gerir það um 282 kíló á bala. hver bali er 420 krókar og var þetta því um tæp 14 þúsund krókar.
Jóhann sagði að allur aflinn fór til sölu á Fiskmarkaði Þórshafnar og var verðið í kringum 290 krónur fyrir kílóið svo dagurinn var ansi góður, hjá þeim Guðmundi og Jóhanni,
Það má bæta við að núna í október þá hafa þeir félagar landað alls 37,7 tonnum í aðeins 7 róðrum og eru komnir inná topp 30 á listanum bátar að 15 bt í október. meðalaflinn hjá þeim er ansi góður eða 5,4 tonn.
Jóhann Skipstjóri á lestarlúgunni og Guðmundur bindir bátir.
Myndir Hulda Ingibjörg Einarsdóttir