Fullfermi hjá Dóra GK, 16 tonn!,2016
Á listanum bátar að 15 Bt þá höfum við séð að Fúsi á Dögg SU hefur svo til átt efsta sætið á þeim listum sem hafa verið núna í nóvember . Kiddó Arnberg skipstjóri á Dóra GK hefur sótt í sig veðrið á listunum og á nýjasta listanum þá er hann ásamt Fúsa á Dögg einu bátarnri sem yfir 100 tonnin hafa komist núna í nóvember,
Afli á bala . yfir 400 kg
Dóri GK setti í einn fullfermis róður núna fyrir verkfallið þegar að báturinn kom með 16,1 tonn í land eftir að hafa lagt 16250 króka.
þar sem ég miða alla línuveiðar við bala þá uppreikna á bala miðað við 450 króka bala þá eru þetta 36 balar
og er því aflinn 444 kíló á bala,
Að sögn Kiddó skipstjóra á Dóra GK þá var allt orðið fullt sem hægt var að fylla. lestin var orðin sléttfull, og var hann með 2 660 lítra kör aftur á rassgati. blóðgunarkarið var fullt og á lestarlúgunni voru 2 álkör.
þess má geta að af þessum 16,1 tonna afla þá voru 15,8 tonn af þorski.
Kiddó sagði í samtali við Aflafrettir að þeir hafi verið á veiðum á Hornflákanum og á stað sem heitir því skemmtilega nafni gullkistan, enn þaðan er um 4,5 tíma stím á Neskaupstað þar sem þeir landa
aflinn fyrir verkfallið var ansi góður og áður enn þessi stóri róður kom þá var stærsti róðurinn hjá þeim á Dóra GK um 13 tonn.
Það fylgir mynd hérna með , enn hún er tekin í gegnum Snapchat og er ekki í góðum gæðum enn sést að hann var nokkuð siginn
Dóri GK með 16 tonn, Mynd Helgi á Von GK
Dóri GK Mynd Jón Steinar Sæmundsson