Fullfermi hjá Ella P SU,,2017

Eins og greint var frá hérna á aflafrettir þegar að listi báta að 13 Bt var birtur þá kom í ljos að einn bátur þar á listanum kom með fullfermi í land.


Elli P SU frá Breiðdalsvík kom nefnilega með 10,3 tonn í land í einni löndun ,

Elís Pétur Elísson sagði í samtali við AFlafrettir að uppistaðan í þessum fullfermis túr var steinbítur eða 9 tonn.

Þennan afla fékk Elís á 13600 króka.  Öfugt við línubátanna á vestfjörðum þá rær Elli P SU ekki með beitta bala. heldur er línan stokkuð upp í landi og er Elli P SU með beitningatrekt.  

þessi afli samsvarar um 34 bölum eða um 300 kíló á bala.

Eins og sést á myndinni að neðan þá var allur aflinn  í lest eða í körum 



Elli P við bryggju á Breiðdalsvík.  Myndir Elís Pétur Elísson