Fullfermi hjá Geir ÞH í einu kasti á dragnót

þorskur útum allt, eins og sjómenn um landið segja .  og núna í vetur hefur veiðin verið þannig að 


það má varla dýfa niður veiðarfæri að ekki sé allt orðið fullt.  þessi veiði hefur gert það að verkum að útgerðarfyrirtæki hafa 
þurft að stýra veiðum bátanna þannig að þeir í það minnsta geti veitt fram á sumar.

Geir ÞH
veiðar dragnótabátanna hafa verið mjög góðar og einn af þeim bátum sem hafa verið bæði á netum og dragnót er Geir ÞH frá Þórshöfn.

Sigurður Ragnar Kristinsson skipstjóri á Geir ÞH var búinn að vera að róa á netum frá Þórshöfn fram undir lok á mars.

að þá skipti hann yfir á dragnót og fór í Húnaflóann og landaði þá á Skagaströnd.
núna í apríl þá kom hann síðan aftur á Þórshöfn, og núna rétt fyrir páskafríið þá fóru þeir út frá Þórshöfn og fóru beint út frá Þórshöfn 
að stað sem heitir Laxártanga í Þistilfirði um 2 mílur frá Þórshöfn.

 Stutt frá Þórshöfn
Þeir köstuðu stuttu 700 föðmum af tógi og lentu heldur betur í vægast sagt mokveiði og í raun má segja að voðin hafi verið full af fiski,
Áhöfnin sem skipar 6 manns, varð frekar hissa að sjá þennan bing þar sem allt var fullt af fiski.

kastið sjálft tók um eina klukkustund enn það tók um 7 klukkutíma að ganga frá holinu, og þurfti Siggi að keyra bátin í hring til þess
að koma í hvern poka, en fiskurinn flaut og sem dæmi að þá var síðsti pokinn sem að áhöfnin á Geir ÞH hífði inn 
að fiskurinn var þá svo sprelllifandi að hann sló hnífinn auðveldlega út höndunum á þeim.


þennan mikla afla fengu þeir grunnt eða á 5 til 10 faðma dýpi og í land var síðan farið með aflann og eins og Siggi sagði að þá var báturinn gjörsamlega 
smekkfullur.  báturinn tekur um 30 tonn í lest í körum. en í þessum róðri þá voru körin kjaftfull, afli var á millidekki og yfir í lestinni,

enda var aflinn í alls 88 körum.  og sagði Siggi að það hefði verið afrek útaf fyrir sig að koma öllum aflanum fyrir í bátnum, og án þess 
að það kæmi niður á gæðum fisksins.
 
 50 Tonn
Aflinn úr þessu eina hali var alls um 51 tonn miðað við óslægt, og af því þá fóru um 47 tonn af þorski til vinnslu í GPG á Húsavík. miðað við óslægt.

Siggi sagði að þetta væri  stærsta dragnótahal sem hann hefði fengið og en gæðin á fisknum voru mjög góð og meðalvigtin um 8 kíló.

deginum eftir þá fór áhöfn Geirs ÞH aftur út og var þá með um 19 tonn, og af því um 12,7 tonn af þorski, og þar með var þorskkvótinn búinn.


Geir ÞH með um 50 tonn að koma í Þórshöfn. Mynd Stefán Þorgeir Halldórsson



Myndir Sigurður Ragnar Kristinsson