Fullfermi hjá Gullhólma SH á eina lögn


Janúar mánuður var mjög góður bæði gagnvart veðri og olíka gagnvart veiðum.

til að mynda þá var veiðin hjá línubátunum mjög góð og sérstaklega seinni hlutann í janúar, reyndar þá má segja að 

allt hafi stoppað 29.janúar því þá hófst brælutímabil og sem náði yfir mánaðarmótinn janúar, Febrúar og ekki er nú hægt að segja

að að fyrsta vikan í Febrúar sé nú eitthvað glæsileg varðandi veður,

en margir bátar voru með fullfermi undir lok janúars og einn af þeim var Gullhólmi SH sem rær á línu frá Rifi.

í síðasta róðri sínum í janúar þá kom báturinn með fullfermi eða 28,1 tonn, sem fékkst á aðeins eina lögn

Þórður Almar Björnsson sem hefur verið skipstjóri á Gullhólma núna undanfarin ár fór með bátinn útá Flákagrunn

sem er í  um 15 sjómílna fjarlægð frá Rifi þar sem að báturinn landaði

og lagði þar eina lögn. en ein lögn á bátnum eru 19 þúsund krókar

ef við reiknum það upp í bala, enn ég nota afli á bala sem viðmið, að þá eru þetta um 45 balar, og það þýðir að aflinn var um 624 kíló á bala

sem þýðir að þetta var bara mokveiði.

Þórður sagði í samtali við aflafrettir að báturinn tekur um 25 tonn í kör og þvottakör á dekkinum og restin var síðan sett ofan á körin í lestinni.

Allur þorskurinn frá Gullhólma SH fór til vinnslu hjá Þórsnesi ehf í Stykkishólmi

Gullhólmi SH kom til hafnar mjög seint um kvöldið og var ekki til mynd af bátnum koma með þennan afla í land 


Gullhólmi SH að koma með um 30 tonn í Stykkishólm fyrir nokkrum árum síðan, Mynd Hreinn Jónsson