Fullfermi hjá handfærabátnum Már SU,,2018
Og meira frá 24.apríl. ég staddur á Djúpavogi og sat inni á Við Voginn. Komnir voru inn Sunnutindur SU og Öðlingur SU og síðasti báturinn sem kom inn vakti ansi mikla athygli mína. Það var handfærabátirnn Már SU 145 sem kom drekkhlaðin til hafnar á Djúpavogi.
því báturinn var með 4,3 tonn af fiski um borð og var þetta allt þorskur nema 15 kíló af ufsa,
Ansi gott hjá handfærabáti , fékk báturinn þennan afla útaf Hvalsnesskriðum sem er í um 1 klst stími frá Djúpavogi.
Már SU myndir Gísli Reynisson