Fullfermi hjá Hjördísi HU.,,2017
Listinn bátar að 13 BT er ansi fjölbreytilegur og oft ansi mörg ný nöfn sem sjást þar á topp 3.
inná nýjsta listanum báta að 13 BT sem kom á síðuna núna áðan þá kemur í ljós að nýr bátur er kominn á toppinn, Hjördís HU.
Hjördís HU er í eigu Árna Einarsonar sem jafnframt er skipstjóri á bátnum. Hann gerði ansi góðan túr þegar hann lagði línuna undir malarrifi. var þar með 32 bala og kom í land með fullfermi eða 6,5 tonn. Árni sagði í samtali við Aflafrettir að fiskurinn hefði verið mjög góður því að 3 tonn af þorskinum var 8+, og eitt tonn af þorskinum 4 til 8 kíló.
Með Árna rær maður frá Bosníu sem jafnframt er að beita líka og heitir hann Vahidin sinjor horoz.
Árni sagði að báturinn hefði borið þennan afla ansi vel og var hann með tvo saltpoka sneisafulla og smávegis var laust í lestinni. Árni er búinn að eiga bátinn í fimm ár og hefur komið með meiri afla í land enn var þá blíða. núna var vindur þetta 10 til 12 metrar á sekúndu enn heimferðin gekk engu að síður mjög vel.
Fullfermi og á landleið. Mynd Vahidin sinjor horoz.
Hjördís HU Mynd Árni Einarsson