Fullfermi hjá Hrefnu ÍS eftir langa bryggjulegu


Það er nú ekki hægt að segja að veðurguðirnir hafi eitthvað verið að gera sjómönnum á minni bátunum frá Vestfjörðum auðvelt til sjósóknar núna að hluta í janúar

því það var landlega svo til í 9 daga samfleytt þar sem að bátarnir komust ekki á sjóinn,

en loksins komust bátarnir út og áhöfnin á Hrefnu ÍS sem aðeins eru 2  menn lentu heldur betur í góðri veiði fyrsta daginn eftir þessar langvarandi brælur

þeir fóru út með' 36 bala, en hver bali er með 500 krókum,  það eru 18 þúsund krókar

og komu í land með bátinn smekkfullan eða 14,4 tonn,    AF þessi þá var þorskur 13,8 tonn,

það má geta þess að í síðasta róðri fyrir þessar löngu og leiðinda brælur þá kom Hrefna ÍS með 12,1 tonn í land,









Patrekur Guðni Þórðarson skipstjóri til vinstri og Dominik Bochra til hægri


Myndir Þorleifur K Sigurvinsson