Fullfermi hjá Huldu GK ,2019

Einn af þeim línubátum sem komu fyrstir til Sandgerðis um haustið 2018 var línubáturinn Hulda GK sem er gerður út af Blikaberg ehfi sem meðan annars rekur fiskverkun í Sandgerði, en þetta fyrirtæki er í eigu sigurðar Aðalsteinsonar og son hans Gylfa Sigurðssonar fótbotlamanns,


Hulda GK hefur haldið sig við veiðar á miðunum út frá Sandgerði og hefur veiðin verið jöfn og góð hjá bátnum 

nema síðustu daganna í þessari viku því þá kom báturinn með fullfermi svo til 3 daga í röð.

stærsti róðruinn var þegar myndirnar að neðan voru teknar,

þá kom Hulda GK í land með öll  kör full af fiski og vigtaði blautt úr bátnum um 16,5 tonn.  Eftir endurvigtun þá var aflinn 12,7 tonn.  mest var af þorski í aflanum eða 12 tonn fyrir endurvigtun og var ís hlutfallið í þorskinum 19,7%.

í þremur róðrum þá landðai Hulda GK um 34 tonnum og kom síðan með 4,9 tonní í land sem fengust eftir 10 þúsund króka lögn,

stóri róðurinn 12,6 tonna fékkst eftir 16 þúsund króka lögn eða 35 bala, og gerir það 360 kíló á bala sem er mjög gott,

Sigurður Jóhann Jónasson var skipstjóri á Huldu GK þessa róðra og sagði í bryggjuspjalli við Aflafrettir að þeir hefði verið verið nokkuð djúpt úti eða í um 2 klst stími frá Sandgerði,  fóru þeir þetta djúpt til þess að ná í ýsu og reyndar þá voru þeir með um 3 tonn af ýsu í aflanum.

Á ,myndinni að neðan þá er um 16,5 tonn í bátnum og ber báturinn þennan afla ansi vel, og sagði Sigurður að hann væri farinn að treysta bátnum betur og betur, og sagði að hann væri hörkugóður bátur

Það má geta þess að Aflafrettir tóku stutt videó af því þegar Hulda GK var að leggja að bryggju í Sandgerði,

Það  má horfa á videoið með því að klikka  hérna,











Myndir Gísli Reynisson