Fullfermi hjá Indriða Kristins BA ,2018
Það er búið að vera ansi góð línuveiði núna seinnipartin í apríl bæði við vestfirðina þar sem að bátarnir eru að moka upp steinbítnum og líka við Suðurnesin
nánar tiltekið útfrá Grindavík,
í dag verkalýðsdaginn 1.maí þá var ansi góð veiði hjá bátunum og einn af þeim sem komu með fullfermi var Indriði Kristins BA sem kom með um 15 tonn í land sem fengust á 17 þúsund króka, það gerir um 38 bala miðað við 450 króka í bala,
þetta gerir um 395 kíló á bala. Mjög stutt var á miðin því einungis þurfti að fara um 2 mílur út suður frá Grindavík
Það má geta þess að núna í Apríl þá hefur báturinn haldið sig í Grindavík allan mánuðinn og hefur landað tæpum 160 tonnum í 17 róðrum ,
Indriði Kristins BA með 15 tonn við Bryggju í Grindavík. Myndir indriði Kristinn Guðjónsson