Fullfermi hjá Kára SH. ,2018
Þegar veðrið var orðið þannig að það gaf á sjóinn þá var veiði bátanna ansi góð.
Einn af þeim bátum sem fiskaði ansi vel var Kári SH sem er gerður út frá Stykkishólmi, Sigurður Páll Jónsson gerir út Kára SH og hann hefur verið skipstjóri á bátnum undanfarin ár þangað til árið 2017 þegar hann var kosinn á þing.
Hann var búinn að ráða ungan strák sem skipstjóra á Kára SH. Þórð Almar og Þórður hefur verið með Kára síðan í byrjun september og hefur fiskað ansi vel á bátnum.
Stærsti róður Kára SH kom þó núna í lok febrúar þegar að Þórður ásamt Sigurgeiri Árnasyni sem rær með Þórðir. Þeir fóru út 25 mílur og lögðu línuna í norðanvert flákahornið,
Þeir voru með 30 bala eða 13500 króka. og óhætt er að segja að vel hafi gengið hjá þeim
því að þegar þeir voru búnir að draga línuna um borð í bátinn þá var ljós að róðurinn var ansi stór. búið var að fylla öll kör um borð og líka var afli í nokkrum saltpokum sem voru um borð
og aflinn 9935 kíló eða um 10 tonn. af því þá var þorskur 7,4 tonn,
Allur aflinn fór á fiskmarkað og var aflaverðmætið 2,3 milljónir króna
Það má geta þess að Þetta er fyrsta vertíðin sem að Þórður er skipstjóri og óhætt er að segja að þetta sé góð byrjun hjá Þórði

Kári SH að koma í land með um 10 tonn. Mynd frá Þórði
