Fullfermi hjá Sigga Bessa SF,2017

ansi góður janúar mánuður og var mokveiði hjá bátunum undir lokin,


hérna á síðunni hafa birst myndir af mokveiði og fullfermi hjá Betu VE og Fönix BA.  enn það var líka einn bátur í viðbót sem kom drekkhlaðin til hafnar og það líka á Hornafirði,

Siggi Bessa SF kom nefnilega með fullfermi eða 14,8 tonn í land og af því þá þorskur 14,6 tonn,
Var hann á veiðum skammt sunnan við Stokksnes og var stím í land ekki nema um ein klukkustund

og var hann einn af þeim bátum sem yfir 100 tonnin komust núna í janúar þar sem að heildaraflinn hjá Sigga Bessa SF fór í 111 tonn í 12 róðrum eða 9,3 tonn í róðri sem er nú ansi gott


Siggi Bessa SF með fullfermi

Siggi Bessa SF með tæp 15 tonn.  Myndir Steindór Már Ólafsson