Fullfermi hjá Sighvati GK,2019
Skipafloti Vísis í Grindavík hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og í það minnsta ein nýsmíði er á leiðinni þegar að nýr Páll Jónsson GK kemur til landsins,
í fyrra þá kom mikið endurbyggður Sighvatur GK sem áður hét t.d Hafursey VE, Arney KE og Skarðvík SH.
Sighvatur GK byrjaði að róa um miðjan september 2018.
Sighvatur GK
Núna í janúar þá hefur Sighvati GK gengið nokkuð vel og landað um 370 tonnum í aðeins 3 löndunum eða 122 tonn í löndun,
nýjsta löndun bátsins var ansi stór eða 141,3 tonn og er þetta stærsti túrinn hjá bátnum frá því hann kom aftur til landsins,
Aflafrettir slógu á þráðinn til Ólafs Óskarssonar skipstjóra á Sighvati GK enn hann var þá að draga í meðallandsbugtinni,
Sagði hann að þetta hefði verið ansi langur túr því lagðar voru 6 og hálf lögn og gríðarlegur krókafjöldi. því alls var dregið um 270 þúsund krókar,
og þar sem að best er að reikna þetta í bala til að fá samanburð á milli afla bátanna
Uppreiknað á bala
þá reiknast þetta sem 600 balar og um 235 kíló á bala. aðeins minna enn á Skúla ST en þar var aflinn 270 kíló á bala,
Voru þeir að veiðum fyrir austan Hvalbak enn þurftui að flýja undan straumi og enduðu svo á stað sem kallast sláturhúsið.
Veiðin var nokkuð jöfn, enn stærsta lögnin var um 70 kör sem eru um 20 til 25 tonn.
Ansi langt stím er til Grindavíkur enn það tekur um 18 klukkutíma að sigla til Grindavíkur
Plás fyrir meiri afla?
Óli sagði þegar ég spurði hann hvort báturinn bæri meira að það væri hægt að koma meiri afla í bátinn, enn frekar skrítin hönnun á tækjum á millidekkinu
gerði það að verkum að lestin sem á að taka 400 kör að þeir koma ekki fyrir um 20 körum í lestina og ná því aðeins að setja í um 380 kör í lestina,
.. Hérna er búið að taka út texta sem var í fyrstu fréttinni.
Þess má geta að Óli er nú ekki óvanur að koma með fullan bát í land, því að hann var skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttir GK tvisvar þegar að báturinn komst yfir 150 tonn í löndun .
Sighvatur GK mynd Jón Steinar Sæmundsson