Fullfermi og meiri Fullfermi!


Núna ætla ég aðeins að breyta til og sýna ykkur eitthvað sem ég hef aldrei tekið saman,

eins og þið vitið þá er ég í gríðarstórri aflasöfnun og einn af þeim mánuðum sem eru alltaf með vægast sagt rosalegar 
aflatölur er mars og april hvert ár.  
þá voru þeir bátar sem voru á netaveiðum oft með fullfermi, og þegar ég skrifa fullfermi. 
þá er ég að tala um drekkhlaðna báta.  lestin kjaftfull, og fiskur á dekki.

hérna ætla ég að sýna ykkur nokkurt magn af netabátum sem voru að róa í mars árið 1997.

Hérna fyrir neðan sjáið þið lista með skipaskrárnúmerum báta og mesta afla í einni löndun 
eða sem er skráður á einum degi.  
reyndar eru sumar þessar aflatölur skuggalegar háar og ég efast um að nokkrir bátar hafa getað náð 

þessum afla í einni löndun,

eins og sést þá eru ansi margir smábátar og skal ég nefna hérna þá báta sem vöktu mikla athygli mína

t.d Bogga HF 10.7 tonn í einni löndun

ÍSlandsbersi HF 24,2 tonn í einni löndun.  ef báturinn hefur náð þessu í einni löndun þá vá, sá hlýtur að hafa verið drekkhlaðinn

Mundi SF 1, sem heitir Haförn ÞH núna frá Húsavik, 29,7 tonn í einni löndun.  drekkhlaðinn báturinn
Bárður SH 12,6 tonn í einni löndun, þetta er báturinn sem heitir Hugrún DA frá Skarðstöð, og jú líklega
hefur Bárður SH náð þessu í einni löndun 

Máni ÁR 23,7 tonn á einum degi,  þetta er rosalegur afli og tel engar líkur á að báturinn hafi náð þessum afla í einni löndun 

Vörðufell GK 30 tonn á einum degi. þetta er svakalegur afli,  ein löndun?  veit ekki

Síðan koma tveir bátar sem vægast sagt koma með svakalegan afla á einuim degi

Naustavík EA mest með 35,2 tonn og Gulltoppur ÁR 40,6 tonn.  
pottþétt tvær landanir hjá báðum bátunum til þess að ná þessum afla
Rosalegur aflinn hjá Gulltoppi ÁR


Bjarni Gíslason SF 59,5 tonn í einni löndun,  já pottþétt getur náð þessum afla í einnilöndun 

Gunni RE 11,9 tonn í einni löndun, þetta er bátalónsbátur, og ef hann hefur náð þessu í einum róðri, úff sá hefur verið hlaðinn
Eyrún ÁR 30,1 tonn, líklega náð þessu í einni löndun 


Erlingur SF 73,8 tonn í einni löndun+
Krossey SF 51,1 tonn í einni löndun.

Tommi á Hafnarberginu RE, var gríðarlega fengsæll, og í júlí 1997,  48,7 tonn í einni löndun.
þetta er rosalegur afli, 
og annar bátur svipaður að stærð og hann
Þorsteinn Gíslasson GK með 40.7 tonn, og tel að báðir hafa getað náð þessum afla í einni löndun

Já gríðarlegar stórar tölur í mars árið 1997, og er þetta eins og að ofan segir,  netabátarnir


Rennið yfir listann hérna að neðan


Hafnarberg RE mynd Tryggvi Sigurðsson


Sknr Nafn Stærsta löndun Höfn
7194 Fagravík GK 161 3.8 Sandgerði
6996 Dóri Gamli SH 401 5.6 Þorlákshöfn
6474 Bjargfugl RE 55 3.7 Reykjavík
5499 Sólveig ÞH 226 6.5 Húsavík
2122 Bogga HF 272 10.7 Hafnarfjörður
2099 Íslandsbersi HF 13 24.2 Þorlákshöfn
2101 Magnús SH 205 10.2 Rif
2093 Maron GK 94 13.9 Sandgerði
2068 Gullfari HF 290 10.3 Grindavík
2047 Máni HF 149 18.1 Hafnarfjörður
1979 Mundi SF 1 29.4 Hornafjörður
1985 Njörður KE 208 16.2 Sandgerði
1959 Esjar SH 75 16.9 Rif
1954 Bárður SH 81 12.6 Arnarstapi
1927 Guðmundur Jensson SH 717 15.7 Ólafsvík
1913 Hringur SH 277 10.7 Ólafsvík
1855 Sæfari ÁR 117 26.5 Þorlákshöfn
1847 Smári RE 14 22.6 Þorlákshöfn
1829 Máni ÁR 70 23.7 Þorlákshöfn
1780 Faxaberg HF 104 19.3 Þorlákshöfn
1764 Hraunsvík GK 68 17.8 Grindavík
1642 Sigrún GK 380 19.8 grindavík
1631 Vörðufell GK 205 30.4 Þorlákshöfn
1600 Guðbjörg Sigríður GK-63 9.7 grindavík
1546 Særós RE 207 18.1 Þorlákshöfn
1430 Dagný GK 91 15.1 sandgerði
1417 Naustavík EA 151 35.2 Þorlákshöfn
1414 Gulltoppur ÁR 321 40.6 Þorlákshöfn
1415 Hafdís SF 75 41.1 Hornafjörður
1357 Níels Jónsson EA 106 15.3 Dalvík
1359 Álaborg ÁR 25 33.3 þorlákshöfn
1371 Guðfinnur KE 19 12.2 sandgerði
1373 Ársæll Sigurðsson HF 80 25.1 Þorlákshöfn
1324 Bjarni Gíslason sF 90 59.5 Hornafjörður
1319 Gunni RE 51 11.3 Þorlákshöfn
1315 Eyrún ÁR 66 30.1 þorlákshöfn
1304 Ólafur Bjarnason SH 137 34.3 ólafsvík
1254 Arnar RE 400 17.9 þorlákshöfn
1231 Þorkell Árnasson GK 20 21.3 sandgerði
1206 Erlingur SF 65 73.8 Hornafjörður
1207 Una í Garði GK-100 25.7 sandgerði
1213 Hafsúlan HF 77 41.7 Grindavík
1202 Hringur GK 18 45.7 Hafnarfjörður
1115 Stakkur KE 15 23.3 Grindavík
1105 Ólafur GK 33 29.7 grindavík
1068 Sæmundur HF 85 16.9 þorlákshöfn
1014 Steinunn SF 10 54.6 Hornafjörður
980 Stafnes KE 130 40.9 sandgerði
929 Svanur KE 90 19.1 Keflavík
923 Freyja GK 364 26.3 sandgerði
733 Reynir GK 355 23.1 Grindavík
671 Haförn ÁR 115 27.6 þorlákshöfn
617 Hafnarberg RE 404 48.7 Sandgerði
573 Hólmsteinn GK 20 15.2 sandgerði
500 Gunnar Hámundarsson GK 357 27.3 Keflavík
464 Narfi VE 108 29.1 Vestmannaeyjar
490 Gullborg VE 38 19.3 vestmannaeyjar
363 Ósk KE 5 21.9 sandgerði
357 Þorsteinn KE 10 15.1 sandgerði
288 Þorsteinn Gíslason GK 2 40.7 grindavík
297 Eldhamar GK 13 26.3 grindavík
262 Ágúst Guðmundsson GK 95 38.1 keflavík
244 Krossey SF 26 51.1 Hafnarfjörður
243 Guðrún VE 122 53.4 vestmannaeyjar
239 Örvar SH 777 29.7 Rif
219 Njarðvík KE 93 40.8 Keflavík
173 Sigurður Ólafsson SF 44 40.1 Hornafjörður
182 Grettir SH 104 24.5 Stykkishólmur
163 Sæberg ÁR 20 18.9 þorlákshöfn
120 Erling KE 140 32.3 keflavík
91 Þórir SF 77 44.9 hornafjörður
89 Happasæll KE 94 35.1 Keflavík
88 Geirfugl GK 66 42.9 grindavík