Fullfermistúr á 2 dögum hjá Sigurfara GK.
Dragnótaveiðin núna í maí er búinn að vera nokkuð góð. flestir bátanna hafa verið að eltast við kola og þorsk
Sigurfari GK sem að Nesfiskur á og gerir út fór nú reyndar í aðeins annan eltingaleik,
því þeir fóru frá Sandgerði og silgdu alla leið til Vestfjarða og voru á dragnótaveiðum utan við Arnarfjörð og þar frá,
Voru þeir að veiða steinbít og alveg má segja að það hafi verið mokveiði hjá þeim,
Árni Ólafur Þórhallson skipstjóri á Sigurfara GK sagði í samtali við Aflafrettir að túrinn hafi verið aðeins verið 2 dagar höfn í höfn,
og aflinn í holi hafi verið þetta 8 til 9 tonn að jafnaði.
Sigurfari GK kom til Sandgerðis með fullfermi og einn allra stærsta dragnótatúr sem að báturinn hefur komið með
eftir að hann fékk þetta nafn Sigurfari GK.
Líklega er þetta stærsta einstaka löndun bátsins frá upphafi, enn Aflafrettir eiga eftir að kanna það nánar.
Þegar að báturinn hét Hvanney SF þá kom hann oft með yfir 50 tonn í einni löndun
því alls var landað úr bátnum 72 tonnum og af því þá var steinbítur 53 tonn og skarkoli 16,6 tonn.
Lestin í bátnum tekur 160 kör og var hún alveg full og smá laus ofan á, en ekki mikið.
Ráðgert er að Sigurfari GK fari annan túr þarna vestur að ná i steinbít og kola.
Sigurfari GK mynd Elvar Jósefsson