Fúsi á Dögg SU brettir upp ermar,2018

Við fáum ansi oft  hérna fréttir af einum ákveðnum skipstjóra sem fiskar yfirleitt alla aðra í kaf þegar þannig liggur á honum,

hann Vigfús Vigfússon eða Fúsi eins og hann er kallaður er skipstjóri á Dögg SU sem er 15 tonna bátur sem er að róa á línu núna frá Stöðvarfirði .

á Stöðvarfirði eru nokkuð margir bátar að landa og eru þar t.d Gísli Súrsson GK.  Auður Vésteins SU, Vésteinn GK.  Sandfell SU og Kristján HF.  allt eru þetta bátar sem mælast um 30 tonnin,

af þessum fimm bátum þá eru Sandfell SU og Kristján HF aflahæstur með um 85 tonn  hvor bátur,

aftur á móti þá er Fúsi á sínum 15 tonna báti búinn að stinga alla aðra báta af í sínum flokki báta sem er bátar að 15 tonnum  

því að þegar þetta er skrifað þá hefur Dögg SU landaði 110 tonnum í aðeins 10 róðrum eða 11 tonn í róðri,
og stærsti róður  núna  er rúm 14 tonn hjá Dögg SU

ekki nóg með að Dögg SU sé stunginn af á listanum sínum því að 42 tonn eru niður í næsta bát,

heldur er Dögg SU líka aflahæstur smábátur landsins og þar með aflahærri en Sandfell SU og Kristján HF 

Já þegar Fúsi er í þessum ham þá stoppar hann ekki  neitt, ekki einu sinni bátar sem eru helmingi stærri.  

p.s fyrir einu ári síðan þá átti Dögg SU líka hörkunóvember mánuð



Dögg SU  mynd Loðnuvinnslan