Fyrirhuguð kvótasetning Sæbjúgu. yfirlit 3 ár.
Þeim fækkar sílfellt þeim tegundum sem eru ekki bundnar í kvóta.
því nú er áætlað að kvótasetja sæbjúgu. samkvæmt reglugerð 173-2020.
og útaf því þá tók fiskistofa saman sæbjúguafla báta fiskveiði árin 2017/2018 til og með 2019-2020
Sæbjúguveiðar hafa reyndar verið stundaðar mun lengri og t.d var Hannses Andrésson SH fyrstur til þess að stunda þessar veiðar enn hann hóf veiðar í febrúar árið 2008.
Einungis eru notuð 3 fiskveiðiár til viðmiðunar varðandi fyrirhugaða kvótaúthlutun bátanna í sæbjúgu.
Aflafrettir reiknuðu saman aflann hjá bátnum fyrir 3 síðustu fiskveiðiár
og eins og sést þá eru 4 bátar sem ná yfir 2000 tonna afla
og aflahæstur þessi 3 ár er Friðrik Sigurðsson ÁR með 2740 tonna afla,
Tindur ÁR sem er gamli Helgi SH er reyndar ekki á þessum lista
Fumkvöðulinn Hannes Andrésson SH er á listanum með aðeins 146 tonna afla enn í raun þá ætti aflinn hans er vera margfalt meiri ef horft væri aftur í söguna
Sæti | Nafn | sknr | Afli |
1 | Friðrik sigurðsson ÁR | 1084 | 2740.4 |
2 | Klettur ÍS | 1426 | 2334.6 |
3 | Þristur ÍS | 1527 | 2171.0 |
4 | Sæfari ÁR | 1964 | 2048.3 |
5 | Ebbi AK | 2737 | 1110.7 |
6 | Eyji NK | 1787 | 788.4 |
7 | Halla ÍS | 1324 | 683.8 |
8 | Drangur ÁR | 1686 | 424.2 |
9 | Drífa GK | 795 | 353.2 |
10 | Blíða SH | 1178 | 174.8 |
11 | Hannes Andrésson SH | 1371 | 146.5 |
12 | Sandvíkingur SH | 1254 | 77.5 |
Friðrik Sigurðsson ÁR mynd Jón Ölver Magnússon
Hannes Andrésson SH mynd Sigurður Bergþórsson