Fyrsta löndun Cuxhavens NC-100,,2017

Samherji á Akureyri er eins og kolkrabbi.  teigir arma sína viða.  hérna á Aflafrettir er búið að fjalla  veiðar á Kirkellu sem Samherji á hlut í.  auk þess Normu Mary sem dótturfyrirtæki Samherja á .  og núna er enn einn fyrirtækið sem Samherji á.  Í Þýskalandi er fyrirtækið Deutsche Fischfang Union sem Samherji keypti að fullu árið 1998 er elsta sjávarútvegsfyrirtæki í Þýskalandi,


DFFU eins og fyrirtækið er skammstafað fékk nýverið afhent glænýjan frystitogara sem fékk nafnið Cuxhaven NC-100.  Skipið sem er flakafrystitogari var smíðaður í Noregi og er 81 metri á lengd og 16 metrar á breidd.

Skipið fór í sína fyrstu veiðiferð undir loka ágúst og kom svo til hafnar í Tromsö.  Hafði þá túrinn staðið í um 2 vikur frá því lagt var að stað.  Aflinn var um 226 tonn uppúr sjó og var þorskur uppistaðan í aflanum.

Var Togarinn við veiðar í Barnetshafinu

Cuxhaven Mync Svein W Pettersen