Fyrsta löndun hjá Þerney RE 1

Hérna á Aflafrettir þá höfum fengið að fylgjast með skipi sem upprunlega átti að koma fyrst nýsmíðað til 

íslands, en var selt  á smíðatíma skipsins til  Grænlands og fékk þar nafnið Ilvileq. 

þetta skip mokaði upp fiski og þá mest af þorski í Grænlenskri lögsögu

og skipið náði að koma með yfir tvö þúsund tonn í land og það ekki í eitt skipti heldur í nokkur skipti,


Þetta mikla skip er núna komið í Íslenska skipaskrá og hefur fengið nafnið Þerney RE 1.

og fyrsta löndun skipins er kominn

en togarinn kom til Reykjavíkur með jú yfir eitt þúsund tonna afla.

því landað var úr skipinu 1013 tonnum og uppistaðan í þeim afla var karfi eða 416 tonn

þar á eftir kom gullax 235 tonn, ýsa 160 tonn, og í þessum fyrsta túr skipins þá var þorskur aðeins 79 tonn.

óhætt er að segja að aflinn í skipinu hafi verið vægast sagt mjög fjölbreyttur í þessum fyrsta túr því alls var skipið með 20 tegundir

aflaverðmætið liggur ekki ljóst fyrir


Þerney RE mynd Magnús Jónsson

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso