Fyrsta síldarlöndun í Noregi árið 2018

hérna á Íslandi þá eru skipin sem veiða síld , makríl og loðnu ansi stór og svo stór að þau eru að ná að taka vel yfir 2000 tonn og upp í 3000 tonn í einni ferð


í Noregi þá eru jú líka til svona stór skip, en það er líka mjög margir bátar sem er miklu minni heldur enn þessi risaskip.   og margir af þessum minni bátum landa síld og makríl,

í dag 3.janúar þá er búið að landa fyrstu síldinni í Noregi  og athygli vekur að báturinn sem landaði síldinni er nú ekki stór,

Stording H-5-FJ  er ekki nema 14,99 metra langur og 5,8 metra breiður og mælist  um 24 tonn.  smíðaður út stáli 1993.

báturinn kom með í land fullfermi af síld 70 tonn og eru þessu 70 tonn því fyrsta síldin sem er lönduð í Noregi árið 2018.





Stording myndir af Fb síðu þeirra