Fyrsti 200 tonna túrinn hjá Björgúlfi EA,,2018
Nýju togarniar sem komu hingað til lands árið 2017 eru margir komnir til veiða , þó eru allavega 2 eftir að fara á veiðar. Björg EA og Viðey RE.
nýju skipin Björgúlfur EA, Björg EA og Kaldbakur EA geta öll komið með yfir 200 tonna landanir, enn HB Granda skipin mest um 180 tonn, enda eru þau skip minni enn hin og líka að sjálfvirka lestarkerfið tekur ansi gott pláss í lestinni sjálfri,
Kaldbakur EA hefur náð að koma með yfir 200 tonna löndun, enn Björgúlfur EA ekki,
Þangað til núna,
Fyrsta 200 tonna löndunin kom nefnilega núna fyrir nokkrum dögum síðan,
og það eftir ekki langan túr
Björgúlfur EA var á veiðum í aðeins 4 daga og kom í land með 217,7 tonn og af því var þorskur 156 tonn.
Þetta gerir um 54 tonn á dag.
Björgúlfur EA landaði aflanum á Akureyri
110 tonn af þorskinum fór til vinnslu þar og var ísprósentan 16%
til Dalvíkur þá fóru 60,5 tonn og af því þá var þorskur 47 tonn með 14,4 % ísprósentu og Ýsa 14 tonn sem var með 12,3 % íspróstentu,
Þessi munur á ísprósentu á þorskinum á líklegast þær skýríngar að eitthvað hafi bráðnað af honum þegar hann var fluttur til Dalvíkur.
restin af aflanum var seldur á fiskmarkaði norðurlands á Dalvík.
Björgúlfur EA mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson